13. febrúar 2025
Bikarmót ungmenna í alpagreinum fært úr Bláfjöllum í Oddskarð með litlum fyrirvara
Um helgina verður haldið bikarmót 12 til 15 ára ungmenna í alpaskíðagreinum í Oddsskarði þar sem saman koma tæplega hundrað keppendur. Til stóð að halda það í Bláfjöllum en aðstæður þar, og reyndar á velflestum skíðasvæðum landsins, eru ekki nógu góðar til mótahalds.