„Kveikja fyrir þá sem vilja vita meira um Austurland“

„Þetta er allt annað en fréttasíða, við erum að skrásetja lífið okkar hér á Austurlandi,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um heimasíðuna Austurland.is sem opnuð var á dögunum.

Lesa meira

Tvö hross dauð eftir ákeyrslu

Tvö hross drápust þegar ekið var inn í hrossastóð á Hringveginum skammt innan við Egilsstaði miðvikudagskvöld. Kvartanir hafa borist vegna hrossa á ferli á þessum slóðum.

Lesa meira

Fimm sóttu um stöðu félagsmálastjóra

Fimm sóttu um stöðu félagsmálastjóra Fjarðabyggðar en umsóknarfrestur rann út fyrir skemmstu. Sigrún Þórarinsdóttir sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í lok síðasta árs.

Lesa meira

Stormur á Austurlandi: Leiðinni norður lokað

Vegagerðin hefur lokað veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi um óákveðinn tíma. Meðalvindur þar er milli 20 og 30 metrar á sekúndu og vex heldur.

Lesa meira

Tíu karlar sóttu um starf sviðsstjóra veitusviðs

Enginn kona er meðal tíu umsækjenda um starf sviðsstjóra veitusviðs hjá Fjarðabyggð. Starfið er nýtt og mun sviðsstjórinn bera ábyrgð á stjórnun og starfsemi vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Telja sjálfbærniverkefnið merkilegt á heimsvísu

Fulltrúar Fjarðaáls, Austurbrúar og Landsvirkjunar undirrituðu í gær áframhaldandi samkomulag um sjálfbærniverkefnið á Austurlandi. Verkefnið felst í að safna og gera aðgengileg gögn um þróun umhverfis, efnahags og samfélags á Austurlandi í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar og byggingu álversins á Reyðafirði.

Lesa meira

„Við erum sátt“

Við erum ánægð með það hvernig verið er að taka á málunum. Auðvitað erum við sár og reið en við vitum að þetta er góð manneskja og hún og sonur okkar eru miklir vinir,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir, móðir Rúriks Páls, tveggja ára drengs í Leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Íbúðarhús á Völlum illa farið eftir bruna

Íbúðarhúsið á Stormi á Völlum er illa farið eftir eldur kom þar upp rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Slökkvistarf gekk vel þótt það hafi ekki litið vel út á tímabili.

Lesa meira

HB Grandi: Engar breytingar fyrirhugaðar á Vopnafirði

Forstjóri HB Granda segir engar breytingar framundan á starfsemi fyrirtækisins á Vopnafirði þar sem það er helsti atvinnuveitandinn. Tilkynnt var í gær að fyrirtækið myndi hætta botnfiskvinnslu á Akranesi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.