Fyrrum formaður starfsmannafélags VHE ákærður fyrir fjárdrátt

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært fyrrum formann starfsmannafélags VHE á Austurlandi fyrir fjárdrátt. Formaðurinn er talinn hafa dregið sér tæpar átt milljónir króna úr sjóðum félagsins.


Í ákæru lögreglustjóra er talin upp 91 millifærsla formannsins af bankareikningum starfsmannafélagsins á eigin bankareikninga og greiðslukort.

Elstu tvær færslurnar eru frá haustinu 2012 en flestar frá lokum árs 2012 til loka árs 2015. Starfsmanninum var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir að upp komst um málið snemma árs 2016.

Alls er ákært fyrir fjárdrátt upp á tæpar átta milljónir króna. Lægsta millifærslan er 3.000 krónur en þær hæstu 230.000 krónur.

Samhliða ákæru lögreglustjóra höfðar starfsmannafélagið einkaréttarkröfu þar sem farið er fram á 9,3 milljónir króna í skaðabætur auk áfallinna vaxta og kostnaðar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.