Tíu karlar sóttu um starf sviðsstjóra veitusviðs

Enginn kona er meðal tíu umsækjenda um starf sviðsstjóra veitusviðs hjá Fjarðabyggð. Starfið er nýtt og mun sviðsstjórinn bera ábyrgð á stjórnun og starfsemi vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu sveitarfélagsins.


Í nánari lýsingu starfsins segir að sviðsstjóri beri meðal annars ábyrgð á framkvæmdum og viðhaldi á sviðinu, áætlanagerð, starfsmannahaldi, undirbúningum útboða og samningum, eftirfylgd stefnumörkunar og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða.

Gerðar voru kröfur um háskólapróf í verkfræði eða tæknifræði.

Umsækjendur eru:

Garðar Lárusson, verkefnastjóri, Reykjavík
Guðmundur Helgi Sigfússon, byggingatæknifræðingur og slökkviliðsstjóri, Neskaupstað
Gunnbjörn Berndsen, vélaverkfræðingur, Ölfusi
Hilmir Þór Ásbjörnsson, framleiðslusérfræðingur, Eskifirði
Ketill Hallgrímsson, vélfræðingur Fjarðabyggðahafna, Reyðarfirði
Ólafur Víðir Sigurðsson, tæknifræðingur, Kópavogi,
Steinþór Björnsson, framleiðslusérfræðingur, Reyðarfirði,
Sverrir Ágústsson, orku- og umhverfistæknifræðingur, Reykjanesbæ
Tómas Björn Ólafsson, rafmagnsverkfræðingur, Kópavogi
Þorsteinn Sigurjónsson, verkfræðingur, Garðabæ

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.