Fimm sóttu um stöðu félagsmálastjóra

Fimm sóttu um stöðu félagsmálastjóra Fjarðabyggðar en umsóknarfrestur rann út fyrir skemmstu. Sigrún Þórarinsdóttir sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í lok síðasta árs.


Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagslegri þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Undir hana fellur barnavernd, félagsþjónusta, jafnréttis- og öldrunarmál sem og málefni fatlaðra.

Í auglýsingu er meðal annars farið fram á háskólapróf á sviði félagsráðgjafar, sálfræði eða sambærilegrar menntunar sem nýtist í starfi. Meistaragráða er æskileg sem og reynsla af stjórnun eða framhaldsmenntun á sviðinu enda ber félagsmálastjórinn ábyrgð á stjórnun og rekstri síns málaflokks.

Umsækjendurnir eru:

Glúmur Baldvinsson, Ms. í alþjóðastjórnmálum, Hafnarfirði

Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, deildarstjóri búsetuþjónustu hjá Fjarðabyggð, Reyðarfirði

Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð, Eskifirði

Kristín Ella Guðmundsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Neskaupstað

Þorsteinn Árnason, stuðningsfulltrúi hjá Bakkabakka, Neskaupstað

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.