Ákærður fyrir að keyra vörubíl undir áhrifum kannabis

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir að keyra 14 tonna vöruflutningabifreið undir áhrifum kannabisefna.


Maðurinn var stöðvaður í lok júní í fyrra á móts við gatnamótin þar sem beygt er frá Reyðarfirði í austur í áttina að Fáskrúðsfirði á tæplega 14 tonna vöruflutningabifreið af gerðinni Man T-40.

Blóðsýni leiddi í ljós að magn kannabisefna í blóði hans var 4,8 nanógrömm í millilítra.

Að auki er maðurinn ákærður fyrir að hafa vanrækt að ganga úr skugga um að ökuriti bifreiðarinnar ynni rétt og skráði réttar upplýsingar um hraða hennar sem og aksturs- og hvíldartíma ökumanns.

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til sviptingar ökuréttar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.