Orkumálinn 2024

Telja sjálfbærniverkefnið merkilegt á heimsvísu

Fulltrúar Fjarðaáls, Austurbrúar og Landsvirkjunar undirrituðu í gær áframhaldandi samkomulag um sjálfbærniverkefnið á Austurlandi. Verkefnið felst í að safna og gera aðgengileg gögn um þróun umhverfis, efnahags og samfélags á Austurlandi í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar og byggingu álversins á Reyðafirði.

Lesa meira

„Við erum sátt“

Við erum ánægð með það hvernig verið er að taka á málunum. Auðvitað erum við sár og reið en við vitum að þetta er góð manneskja og hún og sonur okkar eru miklir vinir,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir, móðir Rúriks Páls, tveggja ára drengs í Leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

„Tækifærin eru á landsbyggðinni“

Ívar Ingimarsson var kosinn í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir starfsárið 2017-2018 á aðalfundi samtakanna sem haldin voru í Silfurbergi í Hörpu fyrir rúmri viku. Hann segir mikilvægt að rödd landsbyggðarinnar hljómi innan samtakanna.

Lesa meira

Efnahagur skilur á milli þeirra sem geta sótt sér sálfræðiþjónustu

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsti nýverið eftir tveimur sálfræðingum til starfa. Enginn sálfræðingur hefur verið fastráðinn hjá stofnuninni frá haustinu 2015 þar sem ekki hefur tekist að ráða í stöðurnar. Forstjóri HSA segir verst að sumir treysti sér ekki til að nýta þá sálfræðiþjónustu sem þó er í boði í fjórðungnum vegna kostnaðar.

Lesa meira

HB Grandi: Engar breytingar fyrirhugaðar á Vopnafirði

Forstjóri HB Granda segir engar breytingar framundan á starfsemi fyrirtækisins á Vopnafirði þar sem það er helsti atvinnuveitandinn. Tilkynnt var í gær að fyrirtækið myndi hætta botnfiskvinnslu á Akranesi.

Lesa meira

„Við gleðjumst þar til annað kemur í ljós“

„Fyrstu viðbrögð mín eru þau að vera algerlega í skýjunum – að það hafi verið tekið mark á þessum mótmælum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði við þeim fréttum að búið sé að samþykkja að veita 1200 milljónum til viðbótar til vegamála.

Lesa meira

Áhugi á ferð um Gullna hringinn og Austurland að vetri

Seyðfirski ferðaskipuleggjandinn One Stop Shop hefur hafið sölu á vetrarferðum þar sem bæði er farið um lykilstaði á Suðurlandi og Austurlandi. Stjórnandinn segir hugarfarsbreytingar þörf til að selja Austurlandi að vetri til.

Lesa meira

Fimm sóttu um stöðu félagsmálastjóra

Fimm sóttu um stöðu félagsmálastjóra Fjarðabyggðar en umsóknarfrestur rann út fyrir skemmstu. Sigrún Þórarinsdóttir sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í lok síðasta árs.

Lesa meira

Eskja hættir vinnslu í Hafnarfirði

Rekstrarfélag Eskju ehf., sem er dótturfélag Eskju hf. hefur selt bolfiskvinnslu félagsins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði og hættir rekstri. Kröftum Eskju verður beint enn frekar að vinnslu uppsjávarfisk í nýju frystihúsi á Eskifirði.

Lesa meira

„Það vottaði ekki fyrir eftirsjá hjá henni“

„Ég varð bara gersamlega orðlaus, táraðist og trúði þessu ekki,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir, móðir Rúriks Páls Hallgrímsson, tveggja ára gamals drengs sem settur var út á stétt vegna hegðunar í hádegismatnum í gær á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Eskfirðingar langþreyttir á framkvæmdum við ár bæjarins

„Þetta minnir á sögu Davíðs Oddssonar af tilraunum hans til að hringja í konu sína frá Moskvu um árið,“ segir Ragnhildur Kristjánsdóttir, íbúi á Eskifirði, um rask sem hlaust af framkvæmdum við Ljósá á Eskifirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.