Stormur á Austurlandi: Leiðinni norður lokað

Vegagerðin hefur lokað veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi um óákveðinn tíma. Meðalvindur þar er milli 20 og 30 metrar á sekúndu og vex heldur.


Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að spáð sé mjög hvössum vindi á Austur- og Suðausturlandi um leið og kröpp lægð fer til suðurs skammt fyrir austan land.

Veðrið nær hámarki á milli klukkan þrjú og níu. Hríðarkóf verður norðaustanlands fram eftir degi og veðurhæð á Austfjörðum og Héraði allt að 23-28 m/s, en ekki snjókoma að ráði þar.

Hviður verða allt að 35-45 m/s. suðaustanlands, einkum frá Suðursveit og í Berufjörð þar sem búast má við hviðum allt að 40-50 m/s.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.