Veik byggðalína rótin að rafmagnstjóni

Spennuhækkun sem olli miklu tjóni á rafmagnstækjum á Austurlandi og straumleysi hefur verið rakin til veikrar byggðalínu sem var ekki í stakk búin þegar sveiflur urðu í kerfinu. Bilanir innan svæðis juku á vandræðin.

Lesa meira

Ungt fólk verður að geta leitað sér hjálpar á heimaslóðum

Nauðsynlegt er að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi þannig að ung fólk finni að það geti leitað sér hjálpar á heimaslóðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktunum frá ungmennaþingi sem haldið var nýverið á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Vikulegar sögugöngur vinsælar á Vopnafirði

„Ég er útivistarmaður og hef gaman af göngum. Að fara svona ferðir reglulega, ferðir sem eru stílaðar inn á að allir geti farið, finnst mér hvetjandi fyrir unga sem aldna í hvaða formi sem er og hvetur fólk til útiveru án skuldbindinga,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, en hann er einn þeirra sem hefur leitt vikulega sögugöngu á Vopnafirði í sumar.

Lesa meira

Háskólinn er ekki lengur staðsettur á einum stað

Rektor Háskólans á Akureyri segir þær breytingar sem eru að verða á umhverfi háskóla vera hluta af hvatanum að baki stofnum Háskólaseturs Austfjarða. HA er meðal þeirra aðila sem síðasta föstudag skrifuðu undir samstarfssamning um undirbúning setursins.

Lesa meira

Eldur í Kleinunni: Stóð tæpt að færi miklu, miklu verr

Enginn teljandi meiðsli urðu á fólki þegar eldur kom upp í loftræstistokki út frá veitingastaðnum Salti í Miðvangi 2-4, svonefndri Kleinu á Egilsstöðum, um hálf ellefu í morgun. Slökkvistjóri segir erfitt hafa verið að ráða við eldinn.

Lesa meira

Ferðamenn sektaðir fyrir að aflífa lamb

Lögreglan á Austurlandi sektaði í gærkvöldi ferðamenn sem elt höfðu uppi lamb og aflífað það. Nokkur erill var hjá lögreglunni um helgina.

Lesa meira

„Það er ekki slys að setjast drukkinn undir stýri“

„Ég er búin að spila þetta aftur og aftur í höfðinu á mér í allan dag og er bara að reyna að komast yfir reiðina sem blossaði upp þegar ég sá að ökumaðurinn var augljóslega drukkinn,“ segir Anna Sigrún Benediktsdóttir, sem búsett er á Reyðarfirði, en hún lenti í afar óskemmtilegri reynslu snemma í morgun þegar drukkinn ökumaður ók á ofsahraða á móti henni á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.

Lesa meira

Takmarka fjölda og kynna umhverfissjóð til að vernda Víknaslóðir

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, í samvinnu við heimamenn á Borgarfirði, hefur í vetur þróað og kynnt hugmyndir til að takmarka fjölda ferðamanna og tryggja uppbyggingu innviða á Víknaslóðum. Talsmenn Ferðafélagsins segja hugmyndunum hafa verið vel tekið. Betra sé að grípa tímanlega til aðgerða.

Lesa meira

Ferðamenn dvelja skemur og fara síður út á land

Vísbendingar eru um að ferðamenn séu farnir að halda að sér höndum í Íslandsheimsóknum með minni neyslu og styttri ferðum. Það sést meðal annars á nýtingu hótelherbergja á Austurlandi. Talsverður vöxtur er í vöruútflutningi, einkum álafurðum og frá fiskeldi.

Lesa meira

„Hann er alveg heillaður af landinu“

„Að endingu gaf hann Seyðisfjarðarskóla tvö verka sinna, en um heilt ár tekur að vinna hvert verk, þannig að segja má að þetta sé alveg klikkuð gjafmildi,“ segir Unnur Óskarsdóttir, grunnskólakennari á Seyðisfirði, en japanski listamaðurinn Mineo Akiyama gaf skólanum tvö verka sinna í síðustu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.