Eldur í Kleinunni: Stóð tæpt að færi miklu, miklu verr

Enginn teljandi meiðsli urðu á fólki þegar eldur kom upp í loftræstistokki út frá veitingastaðnum Salti í Miðvangi 2-4, svonefndri Kleinu á Egilsstöðum, um hálf ellefu í morgun. Slökkvistjóri segir erfitt hafa verið að ráða við eldinn.


Lögreglu barst tilkynning um mikinn reyk frá húsinu frá vegfaranda rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Lögregla byrjaði á að rýma húsið þegar hún kom á staðinn en þar er fjöldi stofnana og fyrirtækja.

Einhverjir voru byrjaðir að fara út úr húsinu en margir virðast hafa haldið að staðan væri vægari en hún var.

Eftir því sem næst verður komist mun hafa logað upp úr kolagrilli á veitingastaðnum og brenndist starfsmaður þar lítillega. Þaðan læsti eldur sig áfram upp loftstokk og barst í annað rými.

„Við urðum að opna mikið og saga í sundur þennan stokk. Það stóð mjög tæpt að ástandið varð ekki miklu, miklu verra,“ segir Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri.

„Það var ekki gott að eiga við eldinn. Hann var aflokaður inni í röri og í því var gríðarlega mikil feiti sem er óeðlilegt. Hún á ekki að geta farið inn í svona miklu magni.

Við urðum fyrir veruleg tjóni á göllum, einhverjir þeirra eru ónýtir eftir að á þá slettist sjóðandi olía og einn slökkvimaður brenndist svolítið á hendi.“

„Allt í kringum stokkinn hitnaði mjög mikið þannig við þurfum að fylgjast með hvort það séu neistar.“

Ekki er ljóst hve mikið tjónið er en það virðist að mestu bundið við rými veitingastaðarins. „Það er greinilegt að það verður rekstrarstöðvun þar um einhvern tíma meðan verið er að koma öllu í lag og endurnýja stokkinn,“ sagði Baldur.

 

salt eldur juli17 0012 web

salt eldur juli17 0002 web

salt eldur juli17 0006 web

salt eldur juli17 0008 web

salt eldur juli17 0009 web

salt eldur juli17 0015 web

salt eldur juli17 0019 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.