Ungt fólk verður að geta leitað sér hjálpar á heimaslóðum

Nauðsynlegt er að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi þannig að ung fólk finni að það geti leitað sér hjálpar á heimaslóðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktunum frá ungmennaþingi sem haldið var nýverið á Fljótsdalshéraði.


Ályktunin kemur í ljósi þeirrar staðreyndar að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á svæðinu.

Þingið telur einnig að enn frekar þurfi að efla jafnréttisumræðu og kynjafræðslu á öllum skólastigum, meðal annars til að sporna við vanlíðan ungs fólks og auka valdeflingu þess.

Rannsóknir sýna að stelpur sem búa úti á landi virðist líða verr en strákum á sömu svæðum. Í ályktun fundarins er því velt inn að það kunni að stafa af íhaldssemi samfélaga og félagsmótun sem ýti undir streitu og vanlíðan.

Þinggestir ræddu að auki um atvinnumarkaðinn á Austurlandi og voru sammála um að fjölbreyttari störf og meiri samkeppni við höfuðborgarsvæðið þyrfti til þess að ungt fólk sem hyggst mennta sig áfram sjái hag sinn í því að búa á Austurlandi að námi loknu.

Að lokum fer þingið fram á að sveitarfélög á Austurlandi leyfi ungmennaráðum og ungu fólki að hafa mun meira að segja á sveitastjórnarstiginu, til að hugmyndir og hugsjónir þess fái sín notið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.