Ferðamenn sektaðir fyrir að aflífa lamb

Lögreglan á Austurlandi sektaði í gærkvöldi ferðamenn sem elt höfðu uppi lamb og aflífað það. Nokkur erill var hjá lögreglunni um helgina.


Lögreglunni barst tilkynning í gærkvöldi um sauðaþjófnað í Breiðdal. Þar höfðu bændur komið að ferðafólki sem hafði elt uppi lamb og aflífað það.

Ferðamennirnir gáfu þær skýringar á framferði sínu að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess. Málið telst upplýst og hefur ferðafólkið greitt fyrir tjónið sem það olli auk sekta í ríkissjóð.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að nokkur erill hafi verið um liðna helgi og verkefni lögreglu jafn fjölbreytt og þau voru mörg.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu og er ökumaður í einu tilfelli grunaður um ölvun við akstur. Þá hafi lögregla afskipti af húsbroti, hraðakstri og ölvunarakstri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.