Keppast við að verja fjarskiptabúnað

Allt kapp er nú lagt á að verja fjarskiptabúnað sem geymdur er í gamla pósthúsinu á Seyðisfirði. Frárennsliskerfi bæjarins er fullt eftir rigningar síðustu daga.

Lesa meira

Hreinsunarstarf gengur hægt á Seyðisfirði vegna úrkomu

Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem mörg svæði eru enn lokuð. Vinna er þó í gangi og metið reglulega hversu mikið og hratt hægt er að stækka vinnusvæðið.

Lesa meira

Húsið hefur snúist hálfhring - Myndir

Húsið að Austurvegi 38, betur þekkt sem Breiðablik, virðist hafa snúist hálfhring þegar það færðist af undirstöðum sínum í aurskriðu í nótt.

Lesa meira

"Okkur er öllum mjög brugðið"

„Okkur er öllum mjög brugðið við þetta,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra Múlaþing á Seyðisfirði. „Og það er töluverð eftirsjá að þessu húsi sem skriðan tók með sér.“

Lesa meira

Rýming áfram í gildi í nótt

Rúmlega 100 manns sem þurftu að yfirgefa heimili sín á Seyðisfirði á þriðjudag vegna skriðuhættu fá enn ekki að snúa heim til sín. Skriður hafa fallið víðar á Austfjörðum í dag.

Lesa meira

„Gríðarlegt magn sem kom í nótt“

Hreinsunarstarf síðustu daga virðist hafa komið í veg fyrir að verr færi þegar aurskriða færði húsið Breiðablik úr stað á Seyðisfirði í nótt. Skriðan umlykur bensínstöð Orkunnar og þarf því að flytja eldsneyti ofan af Héraði.

Lesa meira

Appelsínugul viðvörun fram á kvöld

Appelsínugul viðvörun verður í gildi fram til klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofunnar. Hættustig er á Seyðisfirði vegna skriðufalla.


Lesa meira

Kjörbúðin styrkir félagasamtök og stofnanir á Austurlandi

Kjörbúðin, sem rekur verslanir víða á Austurlandi, veitti nýverið 21 styrk til stofnanna og félagasamtaka í fjórðungnum. Styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að standa við bakið á samfélagslega mikilvægum verkefnum í nærumhverfi hverrar Kjörbúðarinnar á hverjum stað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar