Appelsínugul viðvörun fram á kvöld

Appelsínugul viðvörun verður í gildi fram til klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofunnar. Hættustig er á Seyðisfirði vegna skriðufalla.


Spáð er áframhaldandi mikilli rigningu sem mun valda auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Áfram er því hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum. Mikið álag á fráveitukerfi og miklar líkur á vatnstjóni.

Eins og fram hefur komið í morgun féllu tvær aurskriður á Seyðisfirði í nótt og hreif önnur þeirra húsið Breiðablik með sér og færði 50 metra. Húsið er talið ónýtt.

Skriður hafa einnig fallið á Eskifirði og Fáskrúðsfirði en án tjóns.

Fólk er varað við því að vera á ferli á Seyðisfirði og ökumenn eru sérstaklega beðnir um að fara varlega vegna skriðuhættu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.