Vandaðar persónulegar smitvarnir mikilvægar

„Mikilvægur liður í aðventuhegðun okkar þarf nú að vera vandaðar persónulegar sóttvarnir með því að virða tvo metrana, handþvott, sprittnotkun og grímuburð,“ segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi.

Lesa meira

Svona er umhorfs á Seyðisfirði – Myndir

Aurskriða féll á menningarmiðstöðina Skaftfell á Seyðisfirði og nálæg hús á fjórða tímanum í dag. Önnur skriða féll niður að húsum við Botnahlíð nokkru fyrr. Búið er að rýma íbúabyggð milli Búðarár og Dagmálalækjar.

Lesa meira

Verið að finna fólki næturstað á Seyðisfirði

Aðalheiður Borgþórsdóttir, fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Seyðisfirði, segir Seyðfirðinga búa við óvissu eftir að aurskriður féll úr hlíðum við bæinn sunnanverðan bæinn og niður í byggð. Hún kveðst ekki muna eftir viðlíka rigningartíð þar í desember eins og verið hefur síðustu daga.

Lesa meira

Hættustig í gildi á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, lýsti um miðnætti yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Fleiri minni skriður féllu í gærkvöldi en beðið er eftir að sjá verksummerki þegar birtir.

Lesa meira

Áætlar að skriðan sé 20-40 metrar á breidd

Erfitt er að meta umfang skriðanna tveggja sem féllu niður í byggð á Seyðisfirði í dag vegna myrkurs og vegur. Sú stærri féll á menningarmiðstöðina Skaftfell og teygir sig alla leið niður á hafnarsvæðið að sögn sjónarvottar.

Lesa meira

Óvissustig á Austfjörðum, skriður líka á Eskifirði

Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum. Þar hefur rignt mikið síðustu sex sólarhringa og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Skriður hafa líka fallið á Eskifirði

 

Lesa meira

Hús rýmd á Seyðisfirði eftir aurskriður

Rýming húsa við Botnahlíð og Austurveg á Seyðisfirði er hafin eftir að aurskriður féllu á Seyðisfirði á fjórða tímanum. Eitthvert tjón hefur orðið á mannvirkjun en ekki á fólki.

Lesa meira

Rýmingin gekk vel

Um fimmtíu manns komu við í fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði eftir að hús við fjórar götur í bænum voru rýmd eftir að tvær aurskriður féllu niður í bæinn í dag.

Lesa meira

Óvissustigi almannavarna lýst á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg.

Lesa meira

Fólk virðist versla jólagjafirnar snemma

Verslunarrekendur á Fljótsdalshéraði eru ánægðir með stöðuna í jólaversluninni. Þeir segja hana hafa farið vel af stað og eru bjartsýnir á lokasprettinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.