Fólk virðist versla jólagjafirnar snemma

Verslunarrekendur á Fljótsdalshéraði eru ánægðir með stöðuna í jólaversluninni. Þeir segja hana hafa farið vel af stað og eru bjartsýnir á lokasprettinn.

„Þeir helstu sem ég hef talað við innan okkar vébanda eru mjög sátt, segja að verslun gangi mjög vel og fólk virðist versla jólagjafir snemma í ár,“ segir Heiður Vigfúsdóttir starfsmaður Þjónustusamfélagsins Héraði, félagi verslunar- og þjónustuaðila á svæðinu.

Hún segir verslunarrekendur bjartsýna fyrir síðustu viku jólavertíðarinnar, sem fer nú í hönd því ef fram haldi sem horfi megi gera ráð fyrir talsverðri heildaraukningu milli ára.

Hún bendir á að þetta sé sérstaklega gleðilegt á sama tíma og fréttir berist af stóraukinni netverslun frá útlöndum sem Covid-19 faraldurinn virðist eiga sinn þátt í, því Þjónustusamfélagið hafi lagt áherslu á verslun í heimabyggð.

„Við gleðjumst mjög yfir þessum upplýsingum enda hefur markaðssetningin hjá okkur í ár miðað að mjög stórum hluta að því að fá fólk til að versla í heimabyggð og enduðum árið með nýútgefnum jólabæklingi þar sem verslanir auglýsa sínar vörur fyrir jólin.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.