Óvissustig á Austfjörðum, skriður líka á Eskifirði

Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum. Þar hefur rignt mikið síðustu sex sólarhringa og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Skriður hafa líka fallið á Eskifirði

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofunnar. Eins og kunnugt er af fyrri frétt var Ríkislögreglustjóri búinn að lýsa yfir óvissustigi á Seyðisfirði fyrr í dag.

Á vefsíðunni segir að jarðvegur í neðri hluta hlíða er orðinn vatnsmettaður og skriður hafa fallið neðarlega í hlíðum bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem verður þó snjókoma niður fyrir miðjar hlíðar.

Fylgst er með aðstæðum í byggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.