Óvissustig á Austfjörðum, skriður líka á Eskifirði

Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum. Þar hefur rignt mikið síðustu sex sólarhringa og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Skriður hafa líka fallið á Eskifirði

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofunnar. Eins og kunnugt er af fyrri frétt var Ríkislögreglustjóri búinn að lýsa yfir óvissustigi á Seyðisfirði fyrr í dag.

Á vefsíðunni segir að jarðvegur í neðri hluta hlíða er orðinn vatnsmettaður og skriður hafa fallið neðarlega í hlíðum bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem verður þó snjókoma niður fyrir miðjar hlíðar.

Fylgst er með aðstæðum í byggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar