Svona er umhorfs á Seyðisfirði – Myndir

Aurskriða féll á menningarmiðstöðina Skaftfell á Seyðisfirði og nálæg hús á fjórða tímanum í dag. Önnur skriða féll niður að húsum við Botnahlíð nokkru fyrr. Búið er að rýma íbúabyggð milli Búðarár og Dagmálalækjar.

Skriðurnar koma í kjölfar mikilla rigninga á Austfjörðum síðustu daga. Eitthvert eignatjón hefur orðið í hamaganginum í dag en ekkert stórtjón né slys á fólki. Í tilkynningu frá lögreglu segir að skriða hafi náð að tveimur húsum hið minnsta og flætt hafi inn í nokkur.

Skriðan við Skaftfell er stærri og áætla sjónarvottar hana vera 20-40 metra breiða. Þá er um hálfs metra þykkur aur á götunni við húsið. Erfitt hefur þó verið að meta umfangið enda skall myrkur á nærri strax eftir að stærri skriðan féll. Verksummerkin koma því betur í ljós þegar birtir. 

Hús voru rýmd í fjórum götum neðan við Botna. Fjöldahjálparstöð á vegum Rauða krossins var opnuð í Herðubreið. Hlúð var að þeim sem þangað leituðu en margir fóru beint til ættingja. Enn er mikil rigning á Seyðisfirði og óvissustig því enn í gildi. Von er á að heldur dragi úr úrkomunni á morgun en þó búist við að hún haldi eitthvað áfram fram að helgi. Óvíst er hvenær íbúar geta snúið til síns heima en staðan verður metin á morgun.

Meðan óvissustig ríkir eru íbúar hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum lögreglu. Næst verður send tilkynning um klukkan tíu í fyrramálið.

Myndir: Ómar Bogason og Björgunarsveitin Ísólfur

1 20201215 172910 Web
2 20201215 173002 Web
3 20201215 173033 Web
4 20201215 173317 Web
DSC 9416 Web
DSC 9417 Web
DSC 9432 Web
DSC 9435 Web
DSC 9438 Web
DSC 9442 Web
DSC 9443 Web
DSC 9445 Web
DSC 9451 Web
DSC 9452 Web
DSC 9453 Web


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.