Menningarmiðstöðin Skaftfell slapp óskemmd en lekur

Menningarmiðstöðin Skaftfell virðist hafa sloppið óskemmd undan einni af aurskriðunum sem féllu á Seyðisfjörð í dag. Hinsvegar er minniháttar leki kominn að húsinu.

Hanna Christel forstöðukona Skaftfells segir að hún hafi ekki verið í húsinu þegar skriðan skall á og fann sér farveg í læknum sem rennur meðfram húsinu.

„Ég er með skrifstofu á öðrum stað í bænum og hef ekki getað kannað aðstæður sjálf í dag þar sem öllum er meinaður aðgangur að svæðinu,“ segir Hanna.

„Hinsvegar er mér tjáð og að því ég best veit að engar skemmdir hafi orðið á Skaftfelli,“ segir hún. „Fyrir utan að einhver lítilsháttar leki er kominn á jarðhæð hússins sem ugglaust má rekja til skriðunnar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.