"Okkur er öllum mjög brugðið"

„Okkur er öllum mjög brugðið við þetta,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra Múlaþing á Seyðisfirði. „Og það er töluverð eftirsjá að þessu húsi sem skriðan tók með sér.“

Aðalheiður segir að atburðir næturnar sýni hvað náttúruna getur verið óútreiknanleg.

„Húsið hefur staðið þarna síðan 1880 og því eru allavega 140 ár síðan eitthvað svipað þessum skriðuföllum hefur gerst,“ segir Aðalheiður.

Fram kemur í máli hennar að húsið, Breiðablik, hafi nýlega verið endurbyggt og að búið hafi verið í því. Eigandinn sé hinsvegar staddur erlendis í augnablikinu.

Aðalheiður segir að hafist verið handa við hreinsunarstarf í bænum nú strax þegar birtir. Hún reiknar með að yfir 20 manns með stórvirkar vinnuvélar muni taka þátt í því.

„Annars vonar maður að þessari úrkomu fari að linna eins og spár gera raunar ráð fyrir að gerist á morgun,“ segir Aðalheiður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.