Leggja 120 milljónir króna aukalega í loðnuleit

Hafrannsóknastofnun mun fá 120 milljón króna aukaframlag samkvæmt breytingartillögum fyrir 3. umræðu fjárlaga næsta árs til rannsókna og leitar að loðnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvega- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi fundað í gær með fulltrúum stofnunarinnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fyrirkomulag loðnuleitar á næstu vikum og mánuðum. Samstaða er um að leitin verði eins umfangsmikil og þörf er á enda miklir hagsmunir í húfi.

„Engar loðnuveiðar hafa verið stundaðar við Ísland síðustu tvær vertíðir með tilheyrandi tjóni. Eftir mælingar á ungloðnu haustið 2019 ríkti jákvæðni um að loðnuveiðar yrðu stundaðar á komandi vetri. Ráðlagður upphafskvóti var 170 þúsund tonn,“ segir í tilkynningunni.

„Í kjölfar mælinga tveggja rannsóknaskipa í september 2020 var ráðgjöfin endurskoðuð en þá lagði Hafrannsóknastofnun til að engar veiðar yrðu stundaðar nema mælingar á stærð stofnsins í janúar og febrúar 2021 gæfu tilefni til. Byggði sú ráðgjöf á gildandi aflareglu Íslands, Grænlands og Noregs. Í fyrradag tilkynnti Hafrannsóknastofnun um ráðgjöf um aflamark upp á 21.800 tonn.“

Ráðgert er að næsti loðnuleiðangur verði farinn í byrjun janúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.