25. apríl 2025
Hollvinafélag gömlu kirkjunnar á Djúpavogi fær umsjón hússins
Síðustu sólarhringar hafa vægast sagt verið góðir fyrir Hollvinafélag gömlu kirkjunnar á Djúpavogi. Ekki aðeins opnaði það hús fyrsta sinni með fjölbreyttan markað innandyra í vikunni við frábærar viðtökur heldur og var skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að félagið taki alfarið yfir rekstur hússins eftirleiðis.