Einn frægasti rappari Þýskalands tekur upp tónlistarmyndband við Stuðlagil
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. apr 2025 08:48 • Uppfært 10. apr 2025 08:48
Kontra K, einn frægasti rappari Þýskalands, er væntanlegur austur á Fljótsdalshéraðs á næstu dögum. Til stendur að hann taki upp myndband við nýtt lag í nágrenni Stuðlagils og mögulega fleiri staða.
Kontra K hóf rappferilinn árið 2010 með plötunni Dobermann. Breiðskífurnar eru alls orðnar tólf, þar af hafa þær átta síðustu allar farið á topp þýska listans. Þá hefur hann átt bæði lög og plötur í efstu sætum vinsældalista í bæði Austurríki og Sviss.
Sú síðasta kallast „Die Hoffnung klaut mir Niemand“ eða „Enginn stelur af mér voninni“ og kom út árið 2023. Hún var þrjár vikur á topp10 og alls í 59 vikur á topp100 listanum í Þýskalandi.
Tvær smáskífur af henni hafa komist á topp þýska listans. Annað þeirra er lagið Summertime sem hann gerði með bandarísku stórstjörnunni Lönu del Rey. Það var alls í 42 vikur á þýska listanum.
Þetta verður ekki fyrsta myndbandið sem Kontra K tekur upp hérlendis, hann hefur áður tekið upp myndbönd við bæði Vestrahorn og eldgosið eldgos á Reykjanesi. Síðarnefnda myndbandið er með tæpar 9 milljónir spilana á YouTube.
Kontra K við glóandi hraun á Reykjanesi. Mynd: LetzteWölfe