Skip to main content

Metnaðarfull páskadagskrá á austfirsku skíðasvæðunum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. apr 2025 14:51Uppfært 14. apr 2025 14:54

Stór liður í því að gera skíðasvæðin austanlands að eftirsóknarverðum afþreyingarstöðum bæði fyrir heimamenn og gesti er að halda úti skemmtilegri dagskrá yfir hátíðir á borð við páskana sem framundan eru. Það svo sannarlega raunin nú.

Þó það vissulega breyst á næstu dögum eru það aðeins skíðasvæðin á austur- og norðurhluta landsins sem geta státað af nægum snjó í brekkum eftir töluverða niðurkomu síðasta sólarhringinn á þeim slóðunum. Enn á eftir að bæta í það ef marka má spár Veðurstofu Íslands. Þar bæði í nótt og svo er gert ráð fyrir snjókomu á föstudaginn kemur. Í þokkabót gera spár ráð fyrir nokkru næturfrosti en hæglætisveðri sem er ávísun á góða skíðadaga.

Í Stafdal verður opið alla páskana ef veður leyfir. Þá milli klukkan 10 og 16 Skírdag, eða Skídag eins og sumir vilja kalla þann daginn, Föstudaginn langa en milli 11 og 16 Páskadag og annan í páskum. Laugardaginn 19. apríl verður bryddað upp á nýjung þegar opið verður annars vegar milli 12 og 16 og svo verða lyfturnar gangsettar að nýju milli kl. 19 og 23 um kvöldið. Þessu samhliða verður „eftirskíðapartí“, aprés-ski, á Skaftfell Bistro 17. til 23. apríl.

Í Oddsskarði verður einnig opið alla páskahátíðina og það milli kl. 10 og 16 en eins og í Stafdal á laugardag verður breytt aðeins til á Páskadaginn sjálfan. Þá bæði opið milli 10 og 16 en svo kvöldopnun frá 19 til 22. Þann dag eru það vinsamleg tilmæli að enginn skíði niður brekkurnar öðruvísi en í sparifötum sem er skemmtilegt uppátæki. Þá skal og bjóða upp á Kjötsúpukveðjuhátíð í hádeginu á mánudaginn kemur.

Til að ýta undir áhugann á hollri og skemmtilegri útivist bjóða bæði Múlaþing og Fjarðabyggð upp á sérstaka páskapassa sem gilda frá Skírdegi til mánudagsins en þeir veita ótakmarkaðan aðgang að báðum skíðasvæðunum þá daga. Mynd Fjarðabyggð