Valgerður Gunnarsdóttir, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum, varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fór um helgina. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson, sem keppti við Kristján Þór Júlíusson um oddvitasætið varð ekki á meðal sex efstu.
Fáskrúðsfirðingurinn Hafþór Eide Hafþórsson var um síðustu helgi kosinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á sambandsþingi hreyfingarinnar sem haldið var í Reykjavík. Hann tekur við af öðrum Fáskrúðsfirðingi, Ástu Hlín Magnúsdóttur, sem gegnt hafði embættinu í ár.
Umhverfisstofnun gerir athugasemdir við þrjú frávik frá starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls í kjölfar flúormengunar frá álveri fyrirtækisins í sumar. Fyrirtækið segir að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar.
Heimilt er að veiða allt að 1229 hreindýr á veiðitímabilinu í ár sem er fjölgun upp á rúmlega 200 dýr. Töluverð breyting innan svæða þar sem dýrin virðast hafa fært sig sunnar. Þá verður leyft að veiða dýr í nóvembermánuði.
Stóreflis ösp brotnaði á Egilsstöðum í óveðrinu í gærkvöldi og skemmdi bifreið og íbúðarhús. Húsráðandi segir það hafa verið ógurlega skruðninga þegar öspin fór af stað.
Héraðsdómur Austurlands sýknaði nýverið karlmann af ákæru um ölvunarakstur þar sem ekki þóttu hafa verið lagðar fram nægjanlegar sannanir af hálfu ákæruvaldsins fyrir því að hann hefði ekið ölvaður. Ákærði hélt því fram að hann hefði drukkið töluvert af sterku áfengi á milli þess sem hann ók og þar til lögreglan færði hann til sýnatöku.
Fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna um kynferðisbrot hefur ekki leitt til þess að fleiri slík mál hafi borist inn á borð hjá austfirsku lögregluembættunum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segjast menn ekki hafa séð slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma.
Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að hætta stuðningi sínum við starfsendurhæfingarstöðvar eins og þá sem rekin er á Austurlandi undir merkjum StarfA. Hægt á að vera að ljúka endurhæfingu þeirra einstaklinga sem þegar eru komnir í ferli hjá StarfA.
Talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið hægt að koma kjörgögnum frá Austurlandi norður til Akureyrar vegna veðurs og ófærðar. Færð spilltist víða á Austur- og Norðurlandi í gærkvöldi.
Tengslanet austfirskra kvenna, í samstarfi við Alcoa Fjarðaál og KPMG, standa í næstu viku fyrir tveimur kynningarfundum um breytingar á lögum um hlutafélög til að jafna hlutfall karla og kvenna í stjórnum. Á fundunum verða kynntar konur sem sótt hafa námskeið fyrir stjórnarmenn og bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja og stofnana.
Um tvö hundruð tonnum meira reyndist vera um borð í norska loðnuveiðiskipinu Manon, sem færst var til hafnar á Eskifirði í gærmorgun, en tilkynnt hafði verið um. Lokið var við löndum úr skipinu í gærkvöldi og málið nú í höndum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Eskifirði.
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi segjast leggja áherslu á atvinnumál í fjórðungnum. Þeir gagnrýndu efnahagsstjórn undanfarinna ára harðlega á opnum framboðsfundi á Egilsstöðum á laugardag. Tveir sækjast eftir fyrsta sæti listans.