Grafa á kaf: 26 tonna járnklumpur strandaður úti í Jökulsá í Fljótsdal

Beltakrafa, sem stakkst á kaf í Jökulsá í Fljótsdal skömmu fyrir hádegi í dag var dregin upp á bakka um kvöldmatarleytið í kvöld. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu á vélinni.
Vopnfirðingum þykja það mikil vonbrigði að sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað ætli að markaðssetja sveitarfélögin tvö sem sameiginlegt svæði fyrir þjónustu við hugsanlega olíuleit á Drekasvæðinu. Vopnfirðingar höfðu vonast eftir stuðningi annarra austfirskra sveitarfélaga við áframhaldandi uppbyggingu þeirra og Langanesbyggðar fyrir slíka miðstöð.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.