Jónas Sig og Ómar Guðjóns á ferð um Austurland
Tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson eru á ferð um landið og heimsækja Austurland í vikunni. Tvennir tónleikar eru þegar búnir.
Tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson eru á ferð um landið og heimsækja Austurland í vikunni. Tvennir tónleikar eru þegar búnir.
„Ertu til í að breyta til?“ er fyrirsögn auglýsingar sem Breiðdalshreppur birti í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Þar er auglýst eftir fólki með „kjarki og þor“ sem hafi áhuga á að flytja í sveitarfélagið. Sveitarstjórinn segir menn hafa ákveðið að reyna nýjar leiðir til að laða að fólk í Breiðdalinn.
Jafnvægi er að nást í rekstri Fljótsdalshéraðs en skuldirnar eru stærsta vandamálið í fjármálum sveitarfélagsins. Skuldirnar munu aukast tímabundið vegna framkvæmda á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir að unnið verði á þeim fram til ársins 2019.
Guðmundur Gíslason, tvítugur nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, býður sig fram í 6. – 8. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningar í vor.
Líneik Anna Sævarsdóttir skólastjóri á Fáskrúðsfirði býður sig fram í 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, segist á tímabili ekki hafa verið viss um hverjir stjórnuðu sveitarfélaginu, bæjarfulltrúar eða forsvarsmenn leikskóla sveitarfélagsins. Miklar deilur urðu síðasta skólavetur um sameiningar leikskólanna á Fljótsdalshéraði.
Skip flestra útgerða hafa nú klárað síldarkvóta sinn. Loðnuvertíðin er næst á dagskrá. Hjá HB Granda á Vopnafirði bera menn sig vel eftir síldarvertíðina.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.