Forval verktaka við Norðfjarðargöng auglýst: 10,5 milljarðar á fjórum árum

nordfjardargong_tolvumynd.jpg
Vegagerðin hefur auglýst forval verktaka vegna framkvæmda við ný Norðfjarðargöng. Gert er ráð fyrir að vinna við göngin hefjist næsta haust og taki 3-4 ár. Fjárveitingar til verksins eru 10,5 milljarðar á fjórum árum. Byggja þarf upp nýja vegi og brýr bæði Eskifjarðar- og Norðfjarðarmegin.

Lesa meira

Engir samningar tilbúnir til undirritunar við Nubo

huang_nubo.jpg
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hafnar því að samningar séu tilbúnir til undirritunar við kínverska fjárfestirinn Huango Nubo um leigu á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverskir fjölmiðlar sögðu í vikunni að skrifað yrði undir í næsta mánuði og fögnuðu nýjustu fjárfestingu síns fólks á Vesturlöndum.

Lesa meira

Hvaðan á að þjónusta olíuleit? Vopnfirðingum þykir hart og leitt að fá ekki meiri stuðning

thorunn_egilsdottir.jpg

Vopnfirðingum þykja það mikil vonbrigði að sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað ætli að markaðssetja sveitarfélögin tvö sem sameiginlegt svæði fyrir þjónustu við hugsanlega olíuleit á Drekasvæðinu. Vopnfirðingar höfðu vonast eftir stuðningi annarra austfirskra sveitarfélaga við áframhaldandi uppbyggingu þeirra og Langanesbyggðar fyrir slíka miðstöð.

Lesa meira

Hreindýraveiðum lokið: Þrettán dýr óveidd

hreindyr_web.jpg
Þrettán dýr vantaði upp á að allur hreindýraveiðikvóti ársins væri veiddur. Ekki tókst að endurúthluta öllum leyfum sem skilað var á tímabilinu. Nýjar kröfur um skotpróf virtust þvælast fyrir veiðimönnum.

Lesa meira

Íþróttir: Blakið byrjar og fótboltanum lýkur

throttur_hk_blak_april12_0008_web.jpg
Lið Þróttar Neskaupstað í blaki hefja keppni í deildakeppninni um helgina. Félagið sendir lið til keppni í fyrstu deild karla í fyrsta skipti í mörg ár. Afturelding er gestur helgarinnar. Höttur og Fjarðabyggð leika sína síðustu leiki í knattspyrnunni í sumar.

Lesa meira

Hvaðan á að þjónusta olíuleit? Vopnfirðingum þykir hart og leitt að fá ekki meiri stuðning

thorunn_egilsdottir.jpg
Vopnfirðingum þykja það mikil vonbrigði að sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað ætli að markaðssetja sveitarfélögin tvö sem sameiginlegt svæði fyrir þjónustu við hugsanlega olíuleit á Drekasvæðinu. Vopnfirðingar höfðu vonast eftir stuðningi annarra austfirskra sveitarfélaga við áframhaldandi uppbyggingu þeirra og Langanesbyggðar fyrir slíka miðstöð.
 

Lesa meira

Sóðaskapur seinkaði skólasundi í Selárlaug

vopnafjordur.jpg
Fella þurfti niður skólasund í Selárlaug í Vopnafirði nýverið vegna sóðaskapar sundlaugargesta. Aðgangur að lauginni er öllum frjáls allan sólarhringinn.

Lesa meira

Hrókeringar hjá Framsókn: Sigmundur inn en Birkir út

birkir_jon_jonsson.jpg
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, tilkynnti í dag að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í næstu þingkosningum né heldur sem varaformaður flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ætlar að bjóða sig fram í kjördæminu.

Lesa meira

Melarétt frestað

lomb.jpg
Búið er að fresta Melarétt í Fljótsdal, sem vera átti á morgun, fram á sunnudag. Smalamenn í Rana hafa lent í vandræðum vegna snjóa og sóst ferðin seint.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.