Iðnmenntun skal metin til jafns við stúdentspróf

afl raudir hnefar vor2015Félagsdómur hefur viðurkennt rétt tveggja starfsmanna Fjarðabyggðar til að fá greitt persónuálag sem nemur tveimur stigum. Starfsmennirnir höfðu báðir meistaranám í iðngreinum en það var ekki metið til launa í starfi þeirra.

Það var AFL Starfsgreinafélag sem höfðaði málið fyrir hönd tveggja félagsmanna sinna. Báðir störfuðu í grunnskólum Fjarðabyggðar sem stuðningsfulltrúar og höfðu lokið meistaranámi í iðngreinum.

AFL hélt því fram að samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga við Starfsgreinasambandið bæri að greiða starfsmönnunum persónuálags sem næmi 2 stigum eða 4%. Var ákvæðinu meðal annars komið í kjarasamninga til að hvetja starfsmenn til náms.

Málsrök Fjarðabyggðar byggðust hins vegar fyrst og fremst á að iðnmenntunin væri sértæk og ætti ekki við við þar sem hennar væri krafist. Ákvæðið í kjarasamningunum ætti ekki við nema námið tengdist viðkomandi starfssviði.

Dómurinn hafnaði þeim rökum sem og öðrum sem sveitarfélagið lagði fram. Þeir sem lokið hafi námi skuli fá hækkun þar sem ekki sé gerð sérstök krafa um nám. Dómurinn taldi rétt að meta iðnmenntunina á móts við stúdentspróf enda um álíka langt nám að ræða. Réttur starfsmannanna var þar með viðurkenndur.

Fjarðabyggð var að auki dæmd til að greiða AFLi 450 þúsund krónur í málskostnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.