Kaupa Hótel Tanga: Þetta er búið að ganga vel

hotel tangi gisli arny 0002 agust14Í gær var gengið frá kaupum Árnýjar Vatnsdal og Gísla Arnar Gíslasonar á Hótel Tanga á Vopnafirði. Þau hafa rekið hótelið í eitt og hálft ár og segja það hafa gengið vel.

Árný og Gísli leigðu hótelið af Vopnafjarðarhreppi í lok apríl í fyrra og opnuðu það eftir endurbætur 6. júlí. Í leigusamningnum var ákvæði um kauprétt sem þau hafa nú nýtt sér.

Yfirstandandi ár er því fyrsta alvöru rekstrarárið þeirra og þau eru ánægð með hvernig til hefur tekist. „Þetta er búið að ganga vel. Það var 100% aukning hjá okkur í gistingu í júlí og ágúst nú samanborið við í fyrra," segir Gísli.

Hann segir spennandi tíma framundan, meðal annars með beinu flugi milli Egilsstaða og Lundúna næsta sumar. „Það er eitt af því spennandi sem er í gangi. Við finnum að það er miklu fleira fólk á ferðinni og þetta beina flug mun breyta miklu."

Gísli og Árný hafa lagt í nokkrar breytingar á húsinu. Að utan er búið að mála og helluleggja og ýmiss staðar hefur verið lagfært innanhúss, málað og sjónvörpum komið í öll herbergin 17. „Það er allt á réttri leið, þetta er bara vinna."

Meðal þess sem hefur verið breytt er að barinn, sem áður var var afmarkaður frá öðru í húsinu, hefur nú verið fluttur í móttökuna. „Það kemur ágætlega út," segir Gísli.

Þau eru með fleiri járn í eldinum þar sem þau reka hina víðfrægu Ollasjoppu á staðnum. „Þetta fer ágætlega saman enda höfum við verið afar heppin með starfsfólk."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.