Ekki vænlegt að vera húfulaus puttalingur á heiði um hávetur

brimrun4 wbÞað virðist eitthvað bogið við upplýsingagjöf til ferðamanna þegar menn eru á heiðum um hávetur að húkka sér far klæddir eins og að sumardegi. Vopnfirskur bílstjóri tók slíkan ferðamann upp á Háreksstaðaleið í morgun.

Lesa meira

Austfirðingar ársins: Þegar slökkviliðið kom var hlutverki okkar lokið og við fórum heim

austfirdingar arsins 2013 0002 webRöð tilviljana varð til þess að feðgarnir Friðþór Harðarson og Sigurður Friðþórsson voru réttir menn á réttum stað á réttum tíma og björguðu sjö manna fjölskyldu út úr brennandi hús í byrjun nóvember. Fyrir afrekið voru þeir kjörnir Austfirðingar ársins 2013 af lesendum Austurfréttar. Við settumst niður með þeim og þeir sögðu okkur frá björguninni.

Lesa meira

Austfirskir hönnuðir hljóta listamannalaun: Byr undir báða vængi

agla sigrun halla webAustfirsk hönnunarverkefni voru meðal þeirra sem fengu styrk úr launasjóði hönnuða við úthlutun listamannalauna í byrjun vikunnar. Samstarfsverkefnið IIIF var meðal þeirra sem fékk styrk en hönnun þess gengur út á að nýta austfirskt hráefni til framleiðslu á tískuvörum.

Lesa meira

HSA: Upphæðin kemur á óvart

Kristin-Bjorg-AlbertsdottirForstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir það hafa komið á óvart hversu háar bætur stofnunin hafi verið dæmd til að greiða fyrrverandi yfirlækni í Fjarðabyggð fyrir vangoldin laun. Ákvörðun um framhald málsins verður þar tekin á næstu dögum.

Lesa meira

Hannesi dæmdar tæpar 15 milljónir króna í bætur fyrir vangoldin laun hjá HSA

HSA merkiHeilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) var í dag dæmd til að greiða Hannesi Sigmarssyni, fyrrum yfirlækni í Fjarðabyggð, tæpar 14,9 milljónir króna með dráttarvöxtum í vangoldin laun. Dómurinn taldi stofnunina ekki hafa sýnt fram á lagarök fyrir að rifta ráðningarsamningi einhliða með því að taka Hannes af launaskrá í júlí 2009.

Lesa meira

Pétur Heimisson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA

petur heimisson 07Pétur Heimisson, yfirlæknir á Egilsstöðum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Hann tekur við starfinu af Stefáni Þórarinssyni. Talsverðar breytingar urðu á læknaliði stofnunarinnar um áramótin og meðal annars er Jón H. H. Sen kominn aftur læknir til Norðfjarðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.