Luku heyskap í byrjun október

heyskapur hallfredarstadir okt15 ellip webAðeins er mánuður síðan bændur á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu náðu að klára heyskap. Kalt og blautt sumar dró verulega úr sprettu en hlýtt haust skilaði góðu fóðri.

„Við drógum eins og við gátum að taka restina af grænfóðrinu til að reyna að hámarka magn og gæði," segir Stefán Fannar Steinarsson, bóndi.

Hallfreðarstaðafólk heyjaði eina 15 hektara dagana 3. og 4. október. „Við hirtum aðallega grænfóður í restina. Það spratt frekar illa í sumar út af kulda en svo óð það upp í september."

Á móti grænfóðrinu var hirt há en Stefán Fannar segir sprettu hennar hafa verið með mesta móti.

Þegar búið er að heyja þarf að koma fóðrinu heim að bæ. Það tók tvær vikur í viðbót. „Túnin voru svo blaut að þau báru ekki vagnana. Undir það síðasta keyrðum við fjórar rúllur í hverri ferð."

Hann rekur ekki minni til að heyjað hafi áður verið svo seint á bænum. „Ekki í þessu magni."

Stefán Fannar er á móti ánægður með heyfenginn. „Ég held að við séum ágætlega birgir af mjög fínu heyi. Þótt sumarið hafi verið svona leiðinlegt fengum við fínasta hey."

Frá heyskap á Hallfreðarstöðum í byrjun október. Mynd: Elis Pétursson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.