Norðfirðingur fékk hæstu einkunn fyrir lokaverkefni í Noregi

Ólafía Zoëga útskrifaðist nýlega með hæstu einkunn frá arkitektaskólanum í Björgvin í Noregi. Meistaraverkefnið hennar var innblásið af birtingarmynd kreppunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem standa hálfbyggð hús og auðar lóðir.

 

Lesa meira

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum á næsta ári

Laugardaginn 16. október var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, um Unglingalandsmót UMFÍ 2011.

UÍA verður framkvæmdaaðili mótsins 2011 sem haldið verður um verslunarmannahelgina á næsta ári. Undirritun samningsins fór fram á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Héraði helgina 16. og 17. október síðastliðinn.

Lesa meira

Eru aldraðir eign heilbrigðisstofnana? Öldruð hjón aðskilin á Vopnafirði

Image„Afi minn verður 94 ára í desember. Á eftir ömmusystur minni er hann næstelsti Vopnfirðingurinn. Bæði dvelja þau á legudeild Sundabúðar á Vopnafirði sem nú stendur til að loka. Amma mín býr í dvalaríbúð í Sundabúð og afi er þar lungann úr deginum, hann sefur niðri á legudeildinni en annars verja þau amma deginum saman uppi í litlu íbúðinni sem amma er nú skráð fyrir eftir að afi fluttist niður. Sigga ömmusystir mín, elsti Vopnfirðingurinn, kemur oft í heimsókn enda ekki um langan veg að fara. Þetta litla samfélag í Sundabúð er þeirra skjól, fasti punkturinn í tilverunni fyrir utan heimsóknir frá vinum og ættingjum.“

 

Lesa meira

Björgunarafreksfólki veitt viðurkenning

Sunnudaginn 17. október s.l. voru 33 einstaklingar heiðraðir við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju fyrir þátttöku sína í björgunarafrekinu í Hoffeli í febrúar á þessu ári. Var fólkinu afhent sérstakt viðurkenningarskjal. Þá var Páli og Rimantas sem björguðust færð táknræn gjöf frá starfsfólki Loðnuvinnslunnar hf. Viðurkenningarnar afhentu Friðrik Guðmundsson, stjórnarformaður og Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri.

Lesa meira

Héraðsbúar og Seyðfirðingar treysta náunganum best

ImageÍbúar á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði eru þeir Austfirðingar sem treysta nágrönnum sínum best. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á samfélagslegum áhrifum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi sem kynntar voru fyrir skemmstu.

 

Lesa meira

Sparað hjá SAust: Kjör starfsmanna skerðast

Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður svæðisskrifstofu með málefnum fatlaðra á Austurlandi (SAust) segir að einhverjir starfsmenn þurfi að taka á sig kjaraskerðingar til að niðurskurður á ríkisframlögum til stofnunarinnar gangi eftir. Færsla á þjónustu til sveitarfélaga getur skapað hagræðingu.

Lesa meira

Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast

Veiðitímabil á rjúpu hefst föstudaginn 29. október nk. og stendur til sunnudagsins 5. desember. Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján talsins. Þetta er óbreytt fyrirkomulag frá því í fyrra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.