Sögulegur bæjarstjórnarfundur

baejarstjorn fjardabyggdar 2014-2018Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, munu konur skipa hvert sæti á næsta fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar - sem fram fer i dag.

Lesa meira

Ferðamaður slasaðist við Hengifoss

hengifossBjörgunarsveitir á Héraði voru kallaðar út um hádegisbil vegna einstaklings sem hafði slasað sig við Hengifoss. Óttast er að maðurinn sé fótbrotinn.

Lesa meira

Ný lög um niðurgreiðslu raforku eiga að jafna stöðu dreifbýlisins

raflinur skriddalForstjóri RARIK telur að mikill árangur hafi náðst í jöfnun aðstöðumunar dreifbýlis og þéttbýlis með samþykkt nýrra laga um jöfnun flutningskostnaðar raforku í vor. Formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs segir erfitt hafa verið að sitja undir þeirri mismunun sem var.

Lesa meira

LungA-skólinn undirbýr sinn annan starfsvetur: Enn opið fyrir umsóknir

lunga 2014 0261 webLungA-skólinn á Seyðisfirði hefur göngu sína á ný í september, en skólinn hefur starfað í einn heilan vetur. Námsfyrirkomulaginu svipar til norrænna lýðháskóla og er boðið upp á 12 vikna námskeið, bæði á haustönn og vorönn. Austurfrétt heyrði í Jonatan Spejlborg, einum aðstandenda skólans og spurði hann út í veturinn framundan.

Lesa meira

Snæfellsskáli opnaði óvenju seint

11779832 1185559661461163 6107888402048619750 oSnæfellsvegur inn að Snæfellsskála opnaði loks fyrir akandi umferð þann 29. júlí síðastliðinn. Það er umtalsvert seinna en fyrri ár og má rekja orsökina til mikillar kuldatíðar undanfarna mánuði. „Þetta er held ég bara seinasta opnunin í manna minnum. Það var búið að vera svo mikið af snjó og aurbleytu að það var ekkert hægt að keyra hingað áður,“ segir Pétur Halldórsson, landvörður í Snæfellsskála í samtali við Austurfrétt.

Lesa meira

Heyrúlla flaut átta kílómetra með ánni - Myndband

11822761 10204589341190291 6972727024750676599 nMikið flóð varð að Skriðufelli í Jökulsárhlíð í vikunni, í kjölfar mikillar úrkomu. Túnin voru undirlögð vatni eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan, sem var tekið af Stefaníu Malen Stefánsdóttur á Skriðufelli.

Lesa meira

Fiskeldi og ylrækt við hlið sundlauga?

sporisandinnReyðfirðingurinn Aron Leví Beck vinnur þessa dagana að rannsókn, þar sem forsendur fyrir því að starfrækja svokallað sameldi (e. aquaphonics) við hlið sundlauga á Íslandi eru kannaðar. Aron Leví er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann leysti af hjá hitaveitunni í Fjarðabyggð síðastliðið sumar.

Lesa meira

Framkvæmdir frestast við Helgustaðanámu

helgustadanama agust14 webÓvíst að nokkuð verði úr framkvæmdum við Helgustaðanámu í sumar eftir að eina tilboðinu sem barst í þær var hafnað. Náman er á rauðum lista Umhverfisstofnunar þar sem hæpið þyki að hún geti tekið við þeim fjölda ferðamanna sem hana sækir.

Lesa meira

Vegurinn í Loðmundarfjörð varð fyrir skemmdum vegna vatnavaxta

seydis omar5Vegurinn frá Borgarfirði yfir í Loðmundarfjörð varð fyrir skemmdum vegna þeirrar gríðarlegu úrkomu sem var á Austfjörðum í fyrrinótt og í gær. Unnið er að viðgerð og reiknað er með því að vegurinn verði orðinn fær í kvöld, samkvæmt Birni Sigurðssyni hjá Vegagerðinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.