Enn hættuástand í Helgustaðahreppi - Myndband

eskifjordur sprungur 20151108 0098 webVegurinn út með Eskifirði í gamla Helgustaðahreppi er enn lokaður þar sem hætta er talin á skriðuföllum. Lítil skriða fór af stað þar í gær.

„Það er mikil hreyfing á hlíðinni ofan við Högnastaði," segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn.

Svæðinu var lokað á föstudagskvöld eftir miklar rigningar. Enn var talið hættuástand í gær en fylgst verður áfram með aðstæðum í dag.

Ofanflóðaeftirlitsmenn settu niður svokallaðar GPS skrúfur í gær en þær mæla hreyfingu á jarðvegi.

Fjallshlíðin er nokkuð laus í sér og í henni hefur safnast fyrir mikið vatn. Það finnur sér leið til sjávar sem getur orðið til þess að það ýti frá sér jarðvegi á leiðinni þannig að skriða hljótist af. Lítil skriða fór af stað seinni partinn í gær.

Svæðið er lokað fyrir almennri umferð en þeir sem búa eða eiga eignir á svæðinu geta farið þar inn en þurfa að láta vita af verðum sínum. Eitt fjárbú er á svæðinu og hestamenn eru með hús við Svínaskála.

Meðfylgjandi myndband tók Hlynur Sveinsson í Neskaupstað af svæðinu í gær.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.