Starfsmenn Veðurstofunnar skoða aðstæður út með Eskifirði

eskifjordur sprungur 20151108 0023 webMælingamenn á vegum Veðurstofunnar fóru af stað í birtingu í morgun til að kanna aðstæður út með Eskifirði þar sem hætta er talin á skriðuföllum. Sérfræðingur segir veðurspár hagstæðari en verið hafa.

„Eftir mælingar í dag getum við sagt með meiri vissu hvað er að gerast," segir Auður Kjartansdóttir, sérfræðingur á ofanflóðavakt á Veðurstofu Íslands.

Eftir mikla rigningu á föstudagskvöld var ákveðið að rýma svæði í gamla Helgustaðahreppi á meðan hversu mikil hreyfing væri í fjallshlíðinni neðan vegarins yfir Oddsskarð.

Auður segir „mikla hreyfingu á lausum jarðefnum" á svæðinu og allt að þrjár skriður hafi verið skráðar eftir úrkomuna á föstudag og aðfaranótt laugardags.

Í gær voru settir fastlínupunktar í grjót á svæðinu og fór starfsmenn Veðurstofunnar aftur upp í birtingu til að kanna hvort hraði skriðsins sé að aukast eða minnka.

„Við vonumst til að sjá betur hvort skriðið sé að aukast eða minnka og þá hversu mikið svæði er á hreyfingu og hve mikilli. Út frá því getur við mælt hve mikið svæði liggur undir og hvað gerist ef skriða fer af stað."

Hún segir óvíst hvenær mælingamenn komi í hús með niðurstöður sínar. Töluvert svæði sé undir og vinnan þar af leiðandi mikil.

Auður segir veðurspár á svæðinu hagstæðar. Ekki séð spáð mikilli úrkomu auk þess sem veðrið sé að kólna sem séu aðstæður sem vinni gegn frekara skriði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.