AFL: Ekki staða til átaka á vinnumarkaði

afl.gif
Samninganefnd AFLs starfsgreinafélags varar við að gerðir verði langtímakjarasamningar. Þótt forsendur kjarasamnings séu að mestu brostnar telur nefndin að ekki sé staða til átaka á vinnumarkaði að sinni.

Lesa meira

Stillt upp hjá Dögun

dgun_logo.jpg
Kjördæmafélag Dögunar í Norðausturkjördæmi ætlar að notast við uppstillingu við val á framboðslista í kjördæminu fyrir kosningarnar í vor. Þá leið fer Dögun í öllum kjördæmum.

Lesa meira

Kristína með metafla af frystum afurðum til Neskaupstaðar

kristina_ea_web.jpg
Kristína EA 410 kom í dag með tæp tvö þúsund tonn af frystum afurðum til Neskaupstaðar sem veiddar voru á sex dögum. Ekki mun hafa áður verið landað hérlendis jafn miklum afla sem frystur hefur verið á svo stuttum tíma.

Lesa meira

Vond verkefnastaða felldi Barra

barri.jpg
Stjórn skógræktarstöðvarinnar Barra fór fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun vikunnar. Framkvæmdastjóri félagsins segir mikinn samdrátt í skógrækt eftir hrun hafa grafið undan verkefnastöðu fyrirtækisins. Hann vonast að hægt verði að halda verkefnum félagsins á svæðinu.

Lesa meira

Vandséð að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu efli Seyðisfjörð

vilhjalmur_jonsson_sfk_mai12.jpg
Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, segir rekstur sveitarfélagsins stefna í rétta átt eftir miklar aðgerðir til að rétta reksturinn við. Framtíðin velti samt á því hvað gerist í atvinnumálum. Vandséð sé að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og veiðileyfagjaldi efli sjávarútveg á staðnum.

Lesa meira

Framboðslisti VG staðfestur

steingrimur_j_sigfusson_neskmai12.jpg
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor var samþykktur á aukakjördæmisþingi hreyfingarinnar sem haldið var á Akureyri í dag. Formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þuríður Backman, sem hættir á þingi í vor, er í átjánda sæti.

Lesa meira

Rekstur Fljótsdalshrepps á núllinu

fljotsdalur_sudurdalur.jpg
Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps gerir ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði við núllið á þessu ári. Stærstu framkvæmdirnar eru á sviði samgöngumála og uppbyggingar í ferðaþjónustu.

Lesa meira

Eyrún nýr héraðsdýralæknir

eyrun_arnardottir.jpg
Eyrún Arnardóttir tekur við sem héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi um næstu mánaðarmót þegar Hjörtur Magnason, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, lætur af störfum.

Lesa meira

Hegningarlagabrot hlutfallslega fæst á Austurlandi

logreglumerki.jpg
Hegningarlagabrot eru hvergi hlutfallslega færri á Íslandi heldur en á Austurlandi þrátt fyrir að þeim hafi fjölgað í fjórðungnum árið 2011 samanborið við árin tvö á undan. Umferðarlagabrotum fækkaði en þau eru algeng á svæðinu. 

Lesa meira

Torgið úrskurðað gjaldþrota

neistaflug_flugeldar.jpg
Torgið ehf. sem meðal annars rak skemmtistaðinn Rauða torgið í Neskaupstað hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.