Vill að kynjafræði verði skyldufag í framhaldsskóla

ingiborg thordardottir vg 03042013Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og framhaldsskólakennari úr Neskaupstað, vill að grunnáfangi í kynjafræði verði gerður að skyldufagi á öllum brautum framhaldsskóla. Mikil vakning hafi orðið eftir að nokkrir skólar fóru að kenna kynjafræði sem valfag.

Lesa meira

Mesta starfsánægjan í Verkmenntaskólanum

frambodsfundur va 0010 webVerkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað fékk hæstu einkunn austfirskra ríkisstofnana í úttekt SFR á stofnun ársins. Menntaskólinn á Egilsstöðum er meðal hástökkvara ársins á landsvísu. Úttektin byggist einkum á ánægju starfsmanna með stofnun sína.

Lesa meira

ISAVIA: Egilsstaðaflugvöllur er tilbúinn

bjorn oli isavia okt15 cropBjörn Óli Hauksson, forstjóri ISAVIA, segir að Egilsstaðaflugvöllur og starfsmenn hans geti leikandi tekið á móti áætluðu flugi milli Egilsstaða og Lundúna næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku.

Lesa meira

Virkjunardómur: Dómurinn tekur aðeins til hluta af hagsmununum

karahnjukarForstjóri Landsvirkjunar segir dóm Hæstaréttar í máli fyrirtækisins gegn Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði marka tímamót í skiptingu gjalda af fasteignagjöldum virkjana. Bæjarráð Fljótsdalshérað telur þörf á að endurskoða allt skattkerfi raforkuframleiðslu.

Lesa meira

Tvær bílveltur í gær

nesfrakt velta fagradal 20151009 0001 webLögreglan á Egilsstöðum var tvisvar kölluð út í gær vegna bílvelta. Vörubíll fór út af veginum um Fagradal og jeppabifreið á Háreksstaðaleið. Ökumaður hennar slasaðist nokkuð.

Lesa meira

Arngrímur Viðar: Handsöluðum hugmyndina um beina flugið á staðnum

arngrimur vidar okt15Það var Arngrímur Viðar Ásgeirsson, ferðaþjónustuaðili á Borgarfirði, sem fyrstur stakk þeirri hugmynd að eiganda bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World að koma upp beinu flugi á milli Egilsstaða og Englands. Hann á von að flugið lengi ferðamannatímann á Austurlandi.

Lesa meira

Díana Mjöll: Þurfum að rýna okkar skipulag

diana mjoll sveinsdottir okt15Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík skrifuðu í gær undir samkomulag við bresku ferðaskrifstofuna Discover the World um að annast sölu í beint flug skrifstofunnar til Lundúna á Íslandi og þjónusta ferðalanga sem hingað koma. Framkvæmdastjóri Tanna Travel segir að fara þurfi vandlega yfir framtíðaráform fyrirtækisins í ljósi hins nýja verkefnis.

Lesa meira

Hálslón komið á yfirfall

hverfandi okt15 webYfirborð Hálslóns náði í 625 metra hæð yfir sjávarmál á föstudag og er lónið þar með komið á yfirfall. Lónið hefur aldrei farið svo seint á yfirfall síðan það var fyrst fyllt síðsumars 2008.

Lesa meira

María Hjálmars: Ég sleppti ekki Clive og hann ekki mér

maria hjalmars okt15María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri alþjóðaflugs hjá Austurbrú, segir væntanlegt áætlunarflug milli Egilsstaða og London Gatwick afrakstur stanslausar vinnu undanfarið ár. Hún segir það gæfu að flugið sé á vegum ferðaskrifstofu sem skili sér í þróun Austurlands sem áfangastaðar.

Lesa meira

Landsvirkjun tapar í Hæstarétti: Meta má vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar til fasteignamats

karahnjukarHæstiréttur snéri í dag við úrskurði héraðsdóms í máli Landsvirkjunar gegn Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði um að Þjóðskrá ætti ekki að skrá og meta vatnsréttindi við Jökulsá á Dal inn í fasteignamat. Dómurinn gæti haft umtalsvert fordæmisgildi og falið í sér auknar tekjur fyrir sveitarfélögin Fljótsdalshrepp og Fljótsdalshérað.

Lesa meira

Launafl og MultiTask endurselja fyrir Símann

heimir multitask siggisvans siminn webLaunafl á Reyðafirði og MultiTask í Neskaupstað eru nýir endurseljendur fyrir Símann á Austurlandi. Þá er Rafey á Egilsstöðum nýr verktaki fyrir Símann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.