Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og fyrstu þingmaður Norðausturkjördæmis, gat ekki sótt fund þriggja sveitarfélaga með stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fyrir skemmstu vegna annarra fundarhalda.
Hraðar hefur gengið að greiða niður skuldir Fjarðabyggðar heldur en áætlað var. Uppgangstímar í atvinnulífi hafa nýst til þess og samstaða verið í bæjarstjórn um stærri atriði. Hagnaður af rekstri sveitarfélagsins nam tæpum 940 milljónum króna á síðasta ári.
Upp er komin Noro-veirusýking á hjúkrunardeild HSA á Egilsstöðum. Sýni úr vistmanni HSA staðfesta tilfellið en ennfremur leikur grunur á fleiri tilfellum meðal annars meðal starfsmanna en beðið er niðurstöðu sýnatöku.
Forsvarsmenn Djúpavogshrepps vilja að þingmenn kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra heimsæki staðinn og kynni sér aðstæður í ljósi þess að Vísir hyggst hætta bolfiskvinnslu á staðnum. Oddvitinn er óhress með mætingu þingmanna stjórnarflokkanna á fund með fulltrúum sveitarfélagsins í síðustu viku.
Þrír þingmenn Norðausturkjördæmis hafa ekki svarað fyrirspurn Austurfréttar um hvers vegna þeir hafi ekki sótt fund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi með forsvarsmönnum Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Breiðdalshrepps og útgerðarmönnum.
Rúmlega 23 milljónum var veitt til framkvæmda við þrjár austfirskar náttúruperlur, Teigarhorn, Stórurð og Hengifoss, þegar úthlutað var úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir helgi. Styrkir voru á meðal þeirra tíu stærstu sem veittir voru en alls var úthlutað til fimmtíu verkefna að þessu sinni.
Launþegar verða að hugsa út í hvers konar samfélag þeir vilja sjá mótast á Íslandi. Þeir hafa tækifæri til þess í gegnum kjarasamninga. Umræðan um vaxandi ójöfnuð í íslensku samfélagi var inntak 1. maí ávarps AFLs starfsgreinasambands.
Starfsfólk Vísis á Djúpavogi fékk í dag staðfestingu á ákvörðun Vísis hf. að hætta bolfiskvinnslu á staðnum og flytja til Grindavíkur. Starfsfólki verður á næstunni boðið þangað til að skoða aðstæður og meta hvort það flytji með. Útlit er fyrir að um helmingur starfsmanna haldi vinnunni við þjónustu við fiskeldið í Berufirði.
Bárður Jónasson, verkstjóri og oddviti Vopnafjarðarhrepps skipar efsta sætið á lista Framsóknarfélags Vopnafjarðar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður sem var oddviti framan af kjörtímabilinu skipar heiðurssætið.
Á Vopnafirði er verið að leggja lokahönd á nýtt framboð sem ber heitið Betra Sigtún. Kjarnann í kringum það myndar fólk á aldrinum 20-35 ára. Formaður framboðsfélagsins segir hópinn vilja gera samfélagið aðlaðandi til að ungt fólk flytji aftur heim.
Tveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli og fjórir um embætti prests. Prestarnir koma í stað séra Jóhönnu Sigmarsdóttur, núverandi sóknarprests og séra Láru G. Oddsdóttur, sóknarprests á Valþjófsstað sem láta af störfum í haust.
Stjórn Austurbrúar ses. og Karl S. Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa gert með sér samkomulag um starfslok. Jóna Árný Þórðardóttur hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastjóra stofnunarinnar tímabundið næstu mánuði.