Busavígslur: Ofbeldi og niðurlæging eða skemmtun fyrir alla?

busun_va_2012_04.jpg

Ekki eru allir á eitt sáttir um þær hefðir sem víða tíðkast í framhaldsskólum landsins við busavígslur. Deilt er um hvort þær séu skemmtun eða andlegt ofbeldi og niðurlæging. Dæmi eru um að nemendur hafi heimtað harðari busanir þegar búið hafi verið að róa þær niður.

 

Lesa meira

Make it Happen á Austurlandi

austurbru_logo.jpgAusturbrú stendur fyrir ráðstefnunni „Make it Happen” – sem er haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austurlands og til að fagna 10 ára menningarsamstarfi við Vesterålen í Noregi í lok september. Ráðstefnan er einnig lokaviðburður Evrópu-verkefnisins Creative Communities sem er unnið með samstarfsaðilum í Svíþjóð og Danmörku.

 

Lesa meira

Ánægja með atvinnulífssýningu: Myndir

Um áttaíu fyrirtæki og einstaklingar kynntu vörur sínar og þjónustu á atvinnulífssýningunni Okkar samfélag sem haldin var í Egilsstaðaskóla fyrir skemmstu. Sýningarhaldarar áætla að um þrjú þúsund gestir hafi sótt sýninguna sem stóð í tvo daga.

 

Lesa meira

Illa farið með gott kjöt?

dv_hreindyr_screenshot.jpg

Nauðsynlegt er að koma hreindýrum, sem veidd eru, sem fyrst í kælt rými til að tryggja gæði kjötsins. Mynd, sem birtist af felldu dýri á Egilsstöðum í byrjun vikunnar, hefur vakið upp spurningar um meðferð á kjötinu.

 

Lesa meira

Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn: Skipunum líklega fækkað um eitt

svn_logo.jpg
Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélagi Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda að því er kemur fram í fréttatilkynningu Síldarvinnslunnar. Með kaupunum styrkist staða Síldarvinnslunnar í bolfiski. Útlit er fyrir að skipunum verði fækkað um eitt.

Lesa meira

Vegagerðin varar við snjó á austfirskum heiðum

fagridalur_snjor 001_web.jpg

Vegagerðin varar við snjómuggu á Fjarðarheiði og Hellisheiði eystri og mögulega einnig efst á Oddsskarði í kvöld og í nótt en mikið kuldakast gengur yfir allt landið sem kemur hvað harðast niður á Austfirðingum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.