„Mörg verkefni hafa vaxið og dafnað og náð góðri fótfestu í samfélaginu"

soknaraaetlum landshlutaAuglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir árið 2016. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni og önnur verkefni sem falla að sóknaráætlun Austurlands.

Styrkveitingar miðast við árið 2016 og aðeins verður um eina úthlutun fyrir árið 2016 að ræða. 

Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands, segir slíkar styrkveitingar hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið í heild sinni og hefi gert lengi.

„Þetta er í annað skipti sem auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands, til voru samsvarandi sjóðir áður sem styrktu atvinnuþróunar- og menningarverkefni á Austurlandi. Mörg hver hafa vaxið og dafnað og náð góðri fótfestu í samfélaginu.

Það er okkar mat að sjóðurinn sé góður fyrir austfirskt samfélag enda er tilgangur hans m.a. að styrkja verkefni er falla að sóknaráætlun Austurlands en í henni eru okkar helstu markmið sem samfélags skilgreind."

Sem dæmi um verkefni sem hafa náð góðu flugi nefnir Signý hönnunarverkefnið Designs from Nowhere, LungA, Óbyggðasetur Íslands og Áfangastaðinn Austurland, en öll hlutu þau styrk í fyrra.


Aðstoð við gerð umsókna

Boðið verður boðið upp á vinnustofur á starfsstöðvum Austurbrúar þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna. Þær verða sem hér segir:
  • Borgarfjörður eystri, sveitarstjórnarskrifstofan, 24. nóvember kl. 15:00 - 18:00
  • Seyðisfjörður, Silfurhöllin, 7. desember kl. 15:00 – 18:00
  • Egilsstaðir, Vonarland, 8. desember kl. 15:00 – 18:00
  • Reyðarfjörður, Fróðleiksmolinn, 9. desember kl. 15:00 – 18:00

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur, sóknaráætlun og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Austurbrúar.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2015 og umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila rafrænt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar á Egilsstöðum og Reyðarfirði fyrirfram með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 4. desember.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.