Hjörtur ráðinn héraðsdýralæknir

hjortur magnason dyralaeknir juni2008Hjörtur Magnason hefur verið ráðinn héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Austurumdæmi. Stofnunin leitar að dýraeftirlitsmanni á svæðið.

Hjörtur er ekki ókunnugur starfsvettvanginum en hann hefur áratuga reynslu af opinberu eftirliti og dýralæknastörfum bæði á Íslandi og Svíþjóð.

Hjörtur hóf störf 1. nóvember síðastliðinn en hann hefur áður gegnt starfi héraðsdýralæknis á Austurlandi og einnig sinnt þar störfum sem sjálfstætt starfandi dýralæknir.

Illa hefur gengið að manna stöðuna en hún var auglýst þrisvar sinnum á árinu án þess að tækist að ráða í hana. Loks tókust þó samningar við Hjört.

Stofnunin leitar einnig að dýraeftirlitsmanni en sú staða hefur verið laus frá síðustu mánaðarmótum. Viðkomandi hefur eftirlit með aðbúnaði og velferð dýra á svæðinu, svo sem móttöku og úrvinnslu tilkynninga um illa meðferð. Umsóknarfrestur er til sunnudags.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.