Sala hafin á Egilsstaðaferðum í Englandi: Gönguleiðir, ströndin, hálendið, maturinn og kyrrðin

clive stacey agust15Ferðaskrifstofan Discover the World hóf í morgun sölu á flugferðum milli Lundúna og Egilsstaða næsta sumar. Samhliða er ráðist í mikla markaðssetningu á Austurlandi í Englandi.

„Ég trúi að fjölbreytni að þessa tiltölulega óþekkta landshluta sé einstök. Við förum frá hinum skapandi Seyðisfirði, sem státar af einum besta sjávarréttastað landsins (og flýgur jafnvel inn sushi-kokkum frá New York) til hinna svörtu sanda við Djúpavog og um nokkrar af bestu gönguleiðum Evrópu," segir eigandinn Clive Stacey í tilkynnningu.

„Við höfum markaðssett Austurland í rúm 30 ár og þótt okkur þyki vænt um allt það sem hin rómaða Suðurströnd hefur upp á að bjóða höfum við séð þögla byltingu á Austurströndinni, sem er minna þekkt og hefur verið síður aðgengileg fyrir breska ferðamenn þar til nú."

Ferðaskrifstofan hefur sett saman nokkra pakka fyrir væntanlega ferðalanga. Sá ódýrasti er þriggja daga fjarðaferð og kostar um 120 þúsund krónur.

Eins er boðið upp á vikuferð sem kostar rúmar 200.000 krónur með göngu upp að Hengifossi, bátsferð um Norðfjörð þar sem horft er eftir hvölum, fugla- og selaskoðunarferð í Papey ásamt fleiru.

Ferðablaðamaðurinn Will Gray kynnir viðskiptavinum Discover the World fimm ástæður til að heimsækja Austurland.

Hann segir þar í boði nokkrar af bestu gönguleiðum Evrópu. Ekkert mál sé að finna fjölbreyttar leiðir til að njóta einhvers á hverjum degi auk þess sem leiðsögumennirnir séu góðir.

Gray hrífst af samblandi strandanna og fjallanna og mælir með bíltúr eftir fjörðunum. Hann telur slíka strandlengjuferð vera í heimsklassa þar sem þorpin hafi hvert sinn stílþ

Hann mælir með hálendisferðum, til dæmis frá Egilsstöðum inn að Vatnajökli. Eins nefnir hann matinn á svæðinu, svo sem ferskan fisk og rólegheitin. Austurland hægi á gestum sínum og nauðsynlegt sé að ætla sér meira en tvo daga í að skoða svæðið.

En það er ekki bara Austurland sem er markaðssett í beina fluginu. Discover the World býður einnig upp á ferðir um Norðurland þar sem farið er að Dettifossi, Mývatni og Goðafossi eða tveggja vikna ferð um hálendið í Öskju og um Sprengisand.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.