Fjórar þotur lentu á Egilsstöðum

Fjórar þotur á vegum íslenskra flugfélaga lentu á Egilsstöðum um miðnætti í gærkvöldi. Ekki var talið hægt að lenda í Keflavík vegna skyggnis en mikil þoka lá yfir vellinum í dag.

Lesa meira

„Við ætlum að halda áfram á þessari braut“

„Það er í okkar höndum að búa börnunum umhverfi og þekkingu sem hvetur þau til heilsusamlegra ákvarðana er verða hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar,“ segir Sandra Konráðsdóttir, leikskólastjóri í Brekkubæ á Vopnafirði, en skólinn hlaut titilinn heilsuskóli fyrir stuttu.

Lesa meira

Skemmtiferðaskipin koma í stað fiskiskipanna

Von er á um tæplega tíu þúsund farþegum með 26 skemmtiferðaskipum til Djúpavogs. Tölurnar eru dæmi um vaxandi fjölda ferðamanna. Á sama tíma hefur afli í höfninni dregist saman.

Lesa meira

Viðbótarfjármagn til Skaftfells

Rekstur menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði á að vera tryggður út árið eftir að menntamálaráðuneytið veitti viðbótarframlagi til starfseminnar í ár.

Lesa meira

Þriðja þáttaröð Fortitude staðfest

Pivot og Sky Atlantic munu framleiða þriðju þáttaröðina af Fortitude og munu tökur sem fyrr fara fram á Reyðarfirði og nágrenni. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus, sem er meðframleiðandi þáttaraðarinnar.

Lesa meira

Fljótsdalshérað: Betri afkoma en reiknað var með

Afkoma af rekstri sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs árið 2016 var jákvæð um 256 milljónir. Tekjur sveitarfélagsins voru hærri en áætlaðar var og bæjarstjóri segir áhugaverða vaxtarsprota í atvinnulífinu.

Lesa meira

Óheppinn ökumaður og fíkniefnamál í Norrænu

Óheppinn ökumaður komst í klandur við bílastæðið við Selskóg þegar hann bakkaði bíl sínum ofan í ræsi þar við í hádeginu. Þrjú mál tengd fíkniefnum komu upp þegar Norræna kom til landsins í morgun.

Lesa meira

Ögrun er fyrir alla

„Ég hef lengi gengið með þá hugmynd í maganum að reyna að finna einhverja leið til að auglýsa og fá fólk til að heimsækja okkur á Vopnafjörð og sjá hversu fjölbreytta og skemmtilega nátturu fjörðurinn býður uppá,“ segir Bjarney Guðrún Jónsdóttir, en hún stendur fyrir útivistarratleiknum Ögrun á Vopnafirði í næstu viku.

Lesa meira

„Tímabært að það sé einn lendingarvefur“

„Með þessu móti verður bæði hægt að fræðast um ný og spennandi störf auk þess að kynna sér hvernig mannlífið og staðirnir eru utan vinnutíma,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en nú er hægt að skoða öll auglýst störf á Austurlandi á vefnum Austurland.is

Lesa meira

„Aðsóknin miklu meiri en okkur óraði fyrir“

„Þetta var bara lítið fræ sem varð svo allt í einu risastórt,“ segir Hákon Hildibrand, frumkvöðull verkefnisins Neskaupstaður - Art Attack 2017, sem hlaut hæsta styrkinn í fyrri úthlutun ársins úr menningar- og viðurkenningasjóði SÚN.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.