Skemmtiferðaskipin koma í stað fiskiskipanna

Von er á um tæplega tíu þúsund farþegum með 26 skemmtiferðaskipum til Djúpavogs. Tölurnar eru dæmi um vaxandi fjölda ferðamanna. Á sama tíma hefur afli í höfninni dregist saman.


Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Bóndavörðunnar, fréttabréfi Djúpavogshrepps. Fjögur skip eru þegar komin og von er því næsta á mánudag. Eftir það eykst tíðnin verulega.

Í samantekt Bryndísar Reynisdóttur, ferðamálafulltrúa, kemur fram að árið 2009 hafi komið tvö skip með tæplega 1500 gesti. Í ár verði skipin hins vegar 26 og gestir ríflega 9500. Í áhöfn þessara skipanna er yfir 5000 manns. Þegar hafa verið skráðar 20 skipakomur á næsta ári.

Bryndís bendir á að hafnarsjóður hafi verulegar tekjur af komu skipanna. Árið 2009 greiddu skipin tvö samtals 8000.000 en um fimm milljónir í fyrra.

Bryndís segir að frá því byrjað var að markaðssetja Djúpavog fyrir skemmtiferðaskipum hafi verið talað um að þolinmæði þyrfti til og meta yrði árangurinn eftir fimm til sjö ár. Nú megi sjá árangurinn.

Aflinn minnkað um helming

Í forustugrein blaðsins bendir sveitarstjórinn Gauti Jóhannesson á að skemmtiferðaskipin og ferðaþjónustan hafi skipt Djúpavog og höfnina miklu máli, einkum þar sem landaður afli hafi dregist saman um helming frá árinu 2014.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var tæpum 12.000 tonnum landað á Djúpavogi árið 2014 en rétt rúmlega 6.000 í fyrra.

„Óhætt er að fullyrða að fullyrða að verslun og þjónusta væri með öðrum hætti ef ekki væri fyrir fjölda erlendra ferðamanna sem gera það að verkum m.a. að hér hefur tekið til starfa verslun sem býður upp á lægra vöruverð en við höfum áður átt að venjast.

Veitingastaður dafna og á bæjum eru uppi áform um uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu, matvælavinnslu eða hvoru tveggja. Uppbyggingin er gjarnan drifin a´fram af ungu fólki sem sumt hvert á uppruna sinn hér eða er aðflutt.

Það er sérstakt gleðiefni að sveitin skuli með þessum hætti evra að lifna við og óskandi að framhald verði þar á.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar