Orkumálinn 2024

Ganga hart á eftir verktakanum að sýna framfarir

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verktaka að byggingu raðhúsa við Skólaveg á Fáskrúðsfirði hafa takmarkaðan tíma til stefnu til að klára húsin. Fleiri áhugasamir bíði.

Lesa meira

Bætt við stöðugildum til að mæta fjölgun leikskólabarna

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt aðgerðir til að mæta fjölgun leikskólabarna í sveitarfélaginu á næsta skólaári. Ríflega 20 börn fædd á síðasta ári hefði vantað gæslu ef ekkert hefði verið að gert.

Lesa meira

Bjartsýnn á byggingu nýs hjúkrunarheimilis

„Það er vaxandi þörf fyrir hjúkrunarrými í fjórðungnum og við leggjum áherslu á að næsta hjúkrunarheimili rísi á Norðfirði,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Tækifæri í áframvinnslu uppsjávarafla á Austfjörðum

Austurland hefur setið eftir í þróun nýrra sjávarútvegsafurða meðan annars staðar hefur byggst upp blómlegur iðnaður og verðmæti. Tækifærin eru fyrir hendi á svæðinu fyrir fólk með góðar hugmyndir.

Lesa meira

Fjarðabyggð í plús yfir heildina en mínus af lögbundnum verkefnum

65 milljóna tap varð af rekstri A-hluta sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í fyrra en þeim hluta er gjarnan lýst sem lögboðnum verkefnum sem skatttekjur eiga að standa undir. Hátt í 400 milljóna hagnaður varð hins vegar á samsteypunni. Í B-hlutanum eru fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að mestu eru í eigu sveitarfélagisns og eiga að standa undir sér með sértekjum, meðal annars Hafnarsjóður og veitufyrirtæki.

Lesa meira

Þvottaveldið opnar á Breiðdalsvík

„Mér fannst ég hafa svo mikinn frítíma að mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Sigríður Stephensen Pálsdóttir, stofnandi Þvottaveldisins, sem er eitt þeirra fjórtán verkefna á Breiðdalsvík sem hljóta brautargengi til samfélagsverkefna á vegum verkefnisins Brotthættra byggða í ár.

Lesa meira

Sex sóttu um starf skipulags- og byggingafulltrúa

Sex einstaklingar sóttu um starf skipulags og byggingafulltrúa Fljótsdalshéraðs sem auglýst var laust til umsóknar fyrir páska. Umsóknarfresturinn var framlengdur einu sinni.

Lesa meira

Alltaf vitnað í veturinn 1929

„Nei, andskotakornið, menn muna svo stutt, það hefur oft komið svona góður vetur þar sem heiðin hefur verið meira og minna opin,“ segir Sigfús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði í tengslum við formlega sumaropnun Vegagerðarinnar um Mjóafjarðarheiði um mánaðamótin.

Lesa meira

„Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti“

„Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, en Að austan leit við á opnun sýningarinnar List án landamæra í dögunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.