Orkumálinn 2024

Ófriðarseggir vöktu hótelgesti

Óánægðir hótelgestir á Valaskjálf fóru fram á skaðabætur eftir að skemmtanaglaðir Austfirðingar skemmdu nætursvefn þeirra um páskahelgina. Hótelhaldarinn óttast um orðspor hótelsins komi fleiri slík atvik upp.

Lesa meira

Sjúkrabíll í fjögurra bíla árekstri

Enginn slasaðist þegar sjúkrabíll frá Slökkviliði Fjarðabyggðar lenti í fjögurra bíla árekstri í botni Reyðarfjarðar á föstudag. Blint var út af kófi og krapi og hálka var á vegum.

Lesa meira

Listahátíð og Menningarmessa meðal nýrra verkefna í Fjarðabyggð

„Listahátíð Fjarðabyggðar verður haldin á tveggja ára fresti, sem og Menningarmessa. Menningar- og, komið verður á fót fræði- og listamannadvöl sem og menningartengdu fræðslustarfi í skólum sveitarfélagsins og vinnuskóla Fjarðabyggðar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Dýrunn Pála Skaftadóttir, formaður Menningarnefndar Fjarðabyggðar, en með samþykkt nýrrar menningarstefnu Fjarðabyggðar og væntanlegrar Menningarstofu mun aðkoma sveitarfélagsins að stuðningi við hvers kyns menningarstarfsemi stóreflast.

Lesa meira

„Ferðaþjónustan er komin á afturfæturna“

„Þetta er strax farið að bíta okkur fast hér fyrir austan, þó svo að þeir fyrir sunnan finni lítið sem ekkert ennþá. Það verður svo í haust sem þetta kemur fyrst til með að hafa gífurleg áhrif,“ segir Friðrik Árnason, eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík, um boðaðrar skattahækkunar ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustuna.

Lesa meira

Rælni að ég stoppaði til að athuga hvað væri að gerast

Bílstjóri flutningsbíls sem brann á veginum yfir Oddsskarð segir bílinn hafa orðið alelda á örskammri stundu. Það hafi verið heppni að hann stöðvaði bílinn til að kanna hvað væri að frekar en halda áfram.

Lesa meira

Fjarðabyggð ósátt við viðhaldið á veginum yfir Oddsskarð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur lýst yfir óánægju sinni með viðhald Vegagerðarinnar á veginum yfir Oddsskarð sem stöðugt sígur. Honum er haldið í horfinu með malarofaníburði og til stendur að reyna að klæða kaflana í byrjun sumars.

Lesa meira

Hótelbyggingu hafnað á Stöðvarfirði

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar hefur hafnað hugmyndum um að breyta Salthúsinu á Stöðvarfirði í gistihús. Nefndin telur stækkun hússins ekki samræmast núgildandi skipulagi.

Lesa meira

Birgir ráðinn skólastjóri á Eskifirði

Birgir Jónsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, hefur verið ráðinn skólastjóri Eskifjarðarskóla frá og með næsta skólaári. Hilmar Sigurjónsson lætur þá af störfum eftir að hafa stýrt skólanum frá árinu 1996.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.