Orkumálinn 2024

Ný Kröflulína hefur talsvert neikvæð áhrif á votlendi

Ný raflína milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar, Kröflulína 3, hefur í för með sér talsverða röskun á votlendi á Jökuldals- og Fljótdalsheiðum. Landsnet vill leggja línuna alla sem loftlínu þar sem jarðstrengur væri meira en tvöfalt dýrari.

Lesa meira

„Það er búið að gera fíkniefni að sjálfsögðum hlut“

„Kannski þarf bara að fara í geggjaða herferð eins og þá sem skilaði okkur því að reykingar og áfengisneysla er nú í sögulegu lágmarki hjá unglingum. Samfélagsmiðlaheimurinn hefur vaxið svo gífurlega á síðustu tveimur árum og er bara orðinn mjög hættulegur og ætti að vera aðaláhyggjuefni allra foreldra í dag,“ segir Sonja Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Zveskjunnar á Reyðarfirði.

Lesa meira

Með ólíkindum að fulltrúi ráðherra hafi neitunarvald um skipulag strandsvæða

Allir átta bæjar- og sveitarstjórar á Austurlandi og fjórir af Vestfjörðum hafa sent umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem mótmælt er harðlega frumvarpi að nýju hag- og strandsvæðaskipulagi. Þeir telja að um alvarlega aðför sé að ræða að sjálfræði sveitarfélaganna og forræði þeirra í skipulagsmálum.

Lesa meira

„Það sárvantar úrræði“

„Það þarf að opna umræðuna og leita allra leiða til að bæta líðan þeirra sem búa við þennan heilsuvanda. Sjálfsvíg og sjálfsskaði eru alvarleg samfélagsmein sem við þurfum að taka höndum saman gegn, vinna að úrbótum og hlúa hvert að öðru,“ segir Þórhalla Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um gönguna Úr myrkrinu í ljósið.

Lesa meira

Tuttugu stiga hiti í dag

Austfirðingar eiga gott í vændum því veðurspár gera ráð fyrir 20 stiga hita í fjórðungnum í dag og á morgun.

Lesa meira

Betra að senda einn lækni austur en marga sjúklinga suður

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eiga í vandræðum með að fá til sín og halda í lækna og annað fagfólk. Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands segja yfirvöld skorta stefnu um sérfræðiþjónustu.

Lesa meira

Berjast fyrir leyfi til að mega fullnýta nýja hjúkrunarheimilið

Yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands hefur barist fyrir fjármunum frá heilbrigðisráðuneytinu til að geta nýtt öll þau rými sem til staðar eru á hjúkrunarheimilinu Dyngju sem opnað var fyrir tveimur árum. Tugir bíða eftir hjúkrunarrýmum á Austurlandi.

Lesa meira

Dæmdur til að greiða 27 milljóna sekt fyrir skattsvik

Stjórnandi austfirsks verktakafyrirtækis var nýverið dæmdur í héraðsdómi Austurlands til að greiða tæplega 27 milljóna sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.