Reykjavíkurflugvöllur skal vera áfram þar sem hann er

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi eru á einu máli að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað. Margir þeirra hallast að því að ríkið þurfi að grípa inn í að tryggja veru vallarins til lengri tíma.

Lesa meira

„Ekki bara spurning um að komast yfir brúna“

Flóðið í Lagarfljóti í lok september eykur þrýsting á að byggð verði ný brú yfir Fljótið milli Egilsstaða og Fellabæjar. Áhyggjur voru af því að brúin gæfi sig. Hún skiptir ekki bara máli fyrir flutninga fólks og varnings því um hana liggja vatns-, rafmagns- og fjarskiptalagnir.

Lesa meira

Ungmennaráð hvetur ungt fólk til að kjósa

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hefur áhuga á að hvetja ungt fólk til að nýta kosningarétt sinn. Þau sendu því öllum framboðum í Norðausturkjördæmi spurningar sem þau höfðu áhuga á svörum við. Með þessu vildu þau hjálpa ungu fólki að gera upp hug sinn og nýta kosningarétt sinn í komandi Alþingiskosningum 2017.

Lesa meira

Helgin; „Vona að flestir komi og skemmti sér með okkur“

„Undirbúningur gengur vel og er allt að verða tilbúið. Í fyrra voru tæplega 400 manns sem mættu á tónleikana og er fólk að koma allsstaðar frá. Ég er til dæmis núna rétt í þessu að sækja 4 gesti sem eru að koma frá Reykjavík til að vera með okkur. 

Lesa meira

„Þau ljóma alveg af gleði“

„Það skemmtu sér allir mjög vel og eru mjög spenntir fyrir næstu ferð að ári. Ég hef verið með öll árin, en þetta er svo gefandi og það er gaman að sjá hversu frábært ferðafélögunum finnst þetta. Þau ljóma alveg af gleði“ segir Heiðar Broddason hjá Austurlandsdeild 4x4.

Lesa meira

Íbúar verða sjálfir að ráða sameiningum

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi virðast almennt á þeirri skoðun að ekki eigi að sameina sveitarfélög með lögum þótt æskilegt sé að fækka þeim og stækka.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.