„Við skorum á sem flesta að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur“

„Félagsmiðstöðva- ungmennahúsadagurinn er haldinn á hverju ári og er tilgangur hans að kynna starfsemi og benda á mikilvægi félagsmiðstöðva. Farið verður í nokkra skemmtilega leiki og haldin verður spurningakeppni á milli foreldra og ungmenna. Við skorum á sem flesta að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur,“ segir Árni Pálsson, forstöðumaður Nýungar.


Þann 1. nóvember verður Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn haldinn hátíðlegur. Í tilefni af því verða félagsmiðstöðvar og ungmennahús um allt land opin gestum og gangandi og starfsemi kynnt.

Nýung verður með opið hús fyrir gesti og gangandi frá kl. 19:30 – 22:00. Yfirskrift dagsins er „Okkar framtíð“ og hvetjum við alla til að kíkja í heimsókn og kynna sér það fjölbreytta, faglega og skemmtilega starf sem þar á sér stað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.