„Við skorum á sem flesta að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur“

„Félagsmiðstöðva- ungmennahúsadagurinn er haldinn á hverju ári og er tilgangur hans að kynna starfsemi og benda á mikilvægi félagsmiðstöðva. Farið verður í nokkra skemmtilega leiki og haldin verður spurningakeppni á milli foreldra og ungmenna. Við skorum á sem flesta að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur,“ segir Árni Pálsson, forstöðumaður Nýungar.


Þann 1. nóvember verður Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn haldinn hátíðlegur. Í tilefni af því verða félagsmiðstöðvar og ungmennahús um allt land opin gestum og gangandi og starfsemi kynnt.

Nýung verður með opið hús fyrir gesti og gangandi frá kl. 19:30 – 22:00. Yfirskrift dagsins er „Okkar framtíð“ og hvetjum við alla til að kíkja í heimsókn og kynna sér það fjölbreytta, faglega og skemmtilega starf sem þar á sér stað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar