Laxar skoða milljarða uppbyggingu á Djúpavogi

Fiskeldisfyrirtækið Laxar hafa samið við Djúpavogshrepp um forgangsrétt að lóð undir fiskvinnslu við Innri-Gleðivík. Framkvæmdastjórinn segir tímasetningu og stærð bygginganna velta á hraða uppbyggingar laxeldis á Austfjörðum. Sveitarstjóri Djúpavogshrepps segir fiskeldið koma með mikilvæg störf í byggðarlagið.

Lesa meira

Samgönguráðherra: Viljum að flugið verði raunhæfari kostur fyrir fólk sem á lengra að sækja

Samgönguráðherra skipar á næstu dögum starfshóp sem ætlað er að fjalla um málefni innanlandsflugs með það að markmiði að gera flugið ódýrara fyrir neytendur, meðal annars hvort það verði skilgreint sem almenningssamgöngur. Hin svonefnda skoska leið verður tekin til sérstakrar umfjöllunar innan hópsins.

Lesa meira

Berjaspretta best á Austfjörðum

Víðast hvar má finna mikla berjasprettu í ár. Á Austfjörðum og Vestfjörðum má finna bestu staðina til berjatínslu, en því er að þakka þeim snjóþunga sem safnast yfir vetrartímann.

Lesa meira

Reglur um vaktstöðu í brú ítrekaðar eftir strand Akrafells

Forstjóri Samskipa segir að hafi farið verið yfir öryggisreglur á skipum félagsins eftir að Akrafellið strandaði í mynni Reyðarfjarðar fyrir tæpum þremur árum. Sofandi stýrimaður var talin vera aðalástæðan fyrir strandinu.

Lesa meira

Ráðherra vill vanda undirbúning að göngum til Seyðisfjarðar

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hyggst á næstunni skipa starfshóp til að meta þá kosti sem eru í boði fyrir jarðgöng til Seyðisfjarðar. Hann segir mikilvægt að taka ákvörðun að vel ígrunduðu máli til koma í veg fyrir að framkvæmdin rati síðar í ógöngur.

Lesa meira

Vegagerð hafin í Berufirði

Héraðsverk er byrjað á gerð nýs vegar yfir Berufjörð sem heimamenn hafa lengi beðið eftir. Aukinn kraftur færist í verkið á næstu vikum þegar Héraðsverk lýkur annarri stórframkvæmd sem fyrirtækið hefur verið með.

Lesa meira

Mun meiri heyfengur en undanfarin ár

Sólskin og skúrir til skiptis eru kjöraðstæður fyrir grassprettu. Gott vor varð til þess að austfirskir bændur byrjuðu heyskap fyrr en undanfarin ár og fengu meira hey.

Lesa meira

Breiðdalsá í mestri hættu af strokulaxi úr eldi

Lagst er gegn fiskeldi í Stöðvarfirði vegna hættu á blöndunar eldislax þaðan við villtan lax í Breiðdalsá í nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Á sömu forsendu er lagt til að eldi með frjóum fiski í Berufirði verði takmarkað við sex þúsund tonn.

Lesa meira

Endaði á húsvegg eftir ofsaakstur á Seyðisfirði

Slökkvilið var kallað til vegna eldhættu eftir að ökumaður sem ók á ofsahraða í gegnum Seyðisfjörð endaði för sína á húsvegg í miðbænum á miðvikudagskvöld. Enginn slasaðist í atganginum.

Lesa meira

Óskiljanlegt ef Íslendingar læra ekki af reynslu annarra í laxeldi

Formaður Veiðifélags Breiðdalsár vill að allt fiskeldi við strendur Íslands verði í lokuðum kvíum. Ekki sé hægt að halda áfram eldi nema komið verði í veg fyrir að eldislax geti blandast við villtan lax. Læra verði af biturri reynslu annarra ríkja.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.