Ungmennaráð hvetur ungt fólk til að kjósa

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hefur áhuga á að hvetja ungt fólk til að nýta kosningarétt sinn. Þau sendu því öllum framboðum í Norðausturkjördæmi spurningar sem þau höfðu áhuga á svörum við. Með þessu vildu þau hjálpa ungu fólki að gera upp hug sinn og nýta kosningarétt sinn í komandi Alþingiskosningum 2017.
Á spurningalista ráðsins var spurt meðal annars um þær þrjár spurningar sem við birtum hér svör við.

Hvað hyggist þið gera varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Hvaðan ætlið þið að fá pening í það og hversu mikinn pening ætlið þið leggja í þetta?

Píratar
„Við teljum að stórauka þurfi aðgengi landsbyggðarfólks, sérstaklega ungs fólk, að geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum fella þjónustu sjálfræðinga undir almannatryggingar og að hið opinbera eigi að fjármagna stöðugildi sálfræðinga í öllum framhaldsskólum. Auk þess teljum við að gera verði Landspítalanum kleift að sinna landsbyggðinni á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu.“

Viðreisn
Við þurfum að auka stöðugildin en við þurfum líak að þora að finna nýjar lausnir eins og fjarþjónustu. Við þurfum ekki bara að bæta þessa þjónustu í heilbrigðiskerfinu heldur verðum við að vera með sálfræðinga í skólunu okkar allt frá grunnskóla og upp úr. Við verðum að gríða fyrir inn í vandamál á þessu sviði, til þess að hjálpa einstaklingum.

Alþýðufylkingin
„Það skortir á geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu. Það er lítið deilt um einstaka hluti sem vantar, en það þarf einfaldlega meiri peninga til að standa við fögur fyrirheit. Þeim peningum er núna sóað í vexti af lánum, sem gætu verið að borga almennilega og gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. En við viljum líka stytta vinnuvikuna, lækka húsnæðiskostnaðinn, auka ráðstöfunarfé heimila, lengja fæðingarorlof, auka áhrif óbreytt starfsfólks í vinnunni og fleira sem dregur úr streitu, kvíða, vonbrigðum, og fleira sem hefur skaðleg áhrif á geðheilsu folks – það væri risaskref sem varla er hægt að taka án þess að félagsvæða fjármálakerfið og losa þannig um resúrsana sem þetta allt mun kosta.“

Hyggist þið niðurgreiða innanlandsflug og/eða gera meira til að bæta samgöngur innanlands? Ef svarið er já - hvað ætlið þið að gera?

Sjáfstæðisflokkurinn
„Lækka þarf kostnað íbúa við innanlandsflug. Við viljum taka upp „skosku leiðina“ árið 2019. „Skoska“ leiðin hefur virkað vel í Skotlandi en þar hefur um árabil innanlandsflug verið niðurgreitt um 50% af flugverði fyrir íbúa með lögheimili á tilteknum svæðum. Kostnaður við að taka upp „skosku leðina“er talin vera 600 – 800 milljónir.“

Hver er ykkar stefna í málefnum flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi?

Samfylking
Viljum sjá aukningu kvótaflóttamanna og að breytt túlkun á lögum á lögum um hælisleitendur geri að verkum að fleiri geti átt þess kost að setjast hér að til að mynda fjölskyldur með ung börn.

Framsókn
„Við erum þegar búin að fá samþykkt fjögur frumvörp á þessu kjörtímabili sem að munu bæta mikið ástandið á húsnæðismarkaðnum.
Við leggjum líka mikla áherslu á að það verði áfram til lánastofnun sem lánar fyrir húsnæðiskaupum á landsbyggðinni á eðlilegum kjörum svo að það verði ekki misjöfn aðstaða fólks á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni varðandi húsnæðislán. Það hefur verið allt of algengt að bankarnir hafa ekki sinnt þessu nógu vel og það getur haft mjög slæm áhrif á markaðinn þar.“

Öll svör flokkana má sjá á Facebook síðu Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.

Björt Framtíð, Vinstri Grænir, Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn höfðu ekki sent inn svör sín þegar þessi samantekt er skrifuð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.