Helgin; „Vona að flestir komi og skemmti sér með okkur“

„Undirbúningur gengur vel og er allt að verða tilbúið. Í fyrra voru tæplega 400 manns sem mættu á tónleikana og er fólk að koma allsstaðar frá. Ég er til dæmis núna rétt í þessu að sækja 4 gesti sem eru að koma frá Reykjavík til að vera með okkur.  Við erum að halda þetta í þriðja sinn núna svo vonandi er þetta komið til að vera og vona ég að flestir komi og skemmti sér með okkur,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnastjóri á Breiðdalsvík.

Um helgina fer fram Menningarhátíð Breiðdalshrepps og er stór og flott dagskrá í boði. Á föstudeginum munu fyrirtæki bæjarins bjóða gestum og gangandi í heimsókn þar sem má hlýða á tónlistaratriði. Partýstemmning verður fyrir börn og unglina í Frystihúsinu þar sem boðið verður upp á veitingar og karaoke og endar kvöldið síðan á Októberfest í Frystihúsinu þar sem Tríó Steingerðar, Jón Þórðar, Garðar og Katrín, Fjarðadætur og Daníel og Bjarni koma fram.
Á laugardaginn mun dagurinn hefjast á Sandkastalakeppni á Meleyrinni kl. 10:00. Auk þess sem í boði verður yfir daginn er Jógaganga, Kærleiksstund, Skottmarkaður, Afmælishátíð Hrafnkels Freysgoða og Glens og gaman í Íþróttahúsinu. Kvöldið hefst síðan á Októberfest bjórhátíð kl. 17:00, um 21:00 hita Stefáni Hilmarsson, Regína Ósk og Eyþór Inga fyrir kvöldið með tónleikum í Frystihúsinu, en síðan hefja þau dansleik þar um 23:00.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.

Samflot í Sundlaug Egilsstaða

Rannsóknir sýna að flot er einstaklega róandi og býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi. Þegar þyngaraflinu er sleppt frelsast þeir hlutar líkamans sem bera mesta þungann, miðtaugakerfið, vöðvarnir og hryggjasúlan. Klukkustundarflot jafnast á við fjögurra tíma svefn.
21. október kl. 18:00 – 20:00 er samflot í Sundlaug Egilsstaða.
Nánari upplýsingar má sjá hér

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.